Ólympíumeistari um meintan dauða sinn: „Fake news“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2019 14:00 Elaine Thompson fagnar sigri í 100 metra hlaupi á ÓL í Rio de Janeiro 2016. Getty/Cameron Spencer Það eru ekki allir sem lenda í þeirri furðulegri lífsreynslu að lesa eða horfa á frétt um dauða sinn. Ólympíumeistari lenti í því um helgina. Jamaíski spretthlauparinn Elaine Thompson gaf í gær út tilkynningu á Instagram þar sem hún fullvissaði aðdáendur sína og aðra um það að hún væri enn í fullu fjöri. TV3 sjónvarpsstöðin í Kanada sagði nefnilega frá því um helgina að þessi 26 ára afrekskona hafi druknað í Ontario vatni. Elaine Thompson birti textamynd á Instagram þar sem stóð stórum stöfum „Fake news“ og undir sagðist hún vera enn í fullu fjöri. „Fréttin um mig er „Fake news“. Ekki deila, endurtísta eða bera þessa frétt áfram. Ég er á lífi og líður vel. Ég hef líka aldrei komið til Kanada. Eigið yndilegan sunnudag,“ skrifaði Elaine Thompson á Instagram eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramDear all: The "Breaking News" report is FAKE news. Please do not share, retweet or pass along that story. I am alive and well and have never even been to Canada. Have a wonderful Sunday A post shared by Elaine Thompson (@fastelaine) on May 5, 2019 at 3:54pm PDT Elaine Thompson er ríkjandi Ólympíumeistari í 100 og 200 metra hlaupi kvenna en hún vann báðar greinarnar á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð þar með fyrsta konan frá Jamaíka sem nær að vinna báðar þessar greinar á sömu leikum. Thompson hefur ekki alveg náð að fylgja eftir þessum árangri undanfarin ár og varð meðal annars fimmta í 100 metra hlaupi á HM í London 2017. Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Sjá meira
Það eru ekki allir sem lenda í þeirri furðulegri lífsreynslu að lesa eða horfa á frétt um dauða sinn. Ólympíumeistari lenti í því um helgina. Jamaíski spretthlauparinn Elaine Thompson gaf í gær út tilkynningu á Instagram þar sem hún fullvissaði aðdáendur sína og aðra um það að hún væri enn í fullu fjöri. TV3 sjónvarpsstöðin í Kanada sagði nefnilega frá því um helgina að þessi 26 ára afrekskona hafi druknað í Ontario vatni. Elaine Thompson birti textamynd á Instagram þar sem stóð stórum stöfum „Fake news“ og undir sagðist hún vera enn í fullu fjöri. „Fréttin um mig er „Fake news“. Ekki deila, endurtísta eða bera þessa frétt áfram. Ég er á lífi og líður vel. Ég hef líka aldrei komið til Kanada. Eigið yndilegan sunnudag,“ skrifaði Elaine Thompson á Instagram eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramDear all: The "Breaking News" report is FAKE news. Please do not share, retweet or pass along that story. I am alive and well and have never even been to Canada. Have a wonderful Sunday A post shared by Elaine Thompson (@fastelaine) on May 5, 2019 at 3:54pm PDT Elaine Thompson er ríkjandi Ólympíumeistari í 100 og 200 metra hlaupi kvenna en hún vann báðar greinarnar á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð þar með fyrsta konan frá Jamaíka sem nær að vinna báðar þessar greinar á sömu leikum. Thompson hefur ekki alveg náð að fylgja eftir þessum árangri undanfarin ár og varð meðal annars fimmta í 100 metra hlaupi á HM í London 2017.
Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Sjá meira