Erlent

Hundruð þúsunda flýja loftárásir Rússa í Sýrlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Íbúar Idlib flýja loftárásir á aðfangadag.
Íbúar Idlib flýja loftárásir á aðfangadag. AP/Ghaith al-Sayed

Sameinuðu þjóðirnar áætlað að um 230.000 manns hafi flúið heimili sín á svæðum uppreisnarmanna þar sem hersveitir studdar Rússum hafa haldið uppi loftárásum og sprengjukúluregni í norðvestanverðu Sýrlandi á tveimur vikum í desember.

Flestir eru taldir hafa flúið frá borginni Maarat al-Numan og bæjum og þorpum í sunnanverðu Idlib-héraði, Idlib og búðum við landamærin að Tyrklandi. Mannúðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (OCHA) segir að Maarat al-Numan sé nú því sem næst tóm, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Stjórnarher Sýrlands sækir nú að borginni, studdur loftárásum og sprengjukúlum Rússa. Þúsundir manna eru sagðar of óttaslegnar til að flýja heimili sín vegna sprengjuregnsins. Stjórnvöld í Moskvu og Damaskus hafa hafnað því að þau sprengi upp óbreytta borgara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.