Sport

„Það að vera ástfanginn af því að æfa kom mér hingað“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Júlían J.K. Jóhannsson lyfti bikarnum á loft í kvöld.
Júlían J.K. Jóhannsson lyfti bikarnum á loft í kvöld. vísir/sigurbjörn óskarsson

Júlían J. K. Jóhannsson var í kvöld valinn Íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna.

Júlían er að vinna þennan titil í fyrsta skipti en hann setti heimsmet í réttstöðulyftu á árinu og fékk bronsverðlaun á HM í kraftlyftingum.

„Þetta er bara æðislegt og það er ótrúlega gaman að standa hérna,“ sagði Júlían í þakkarræðu sinni.

„Það sem er efst í huga er þakklæti og ég er rosalega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið.“

Júlían hefur tvisvar áður verið á topp 10 í kjörinu á Íþróttamanni ársins, hann varð í öðru sæti á síðasta ári og sjöunda sæti 2016.

„Ég held að það sem kom mér hingað er að verða ástfanginn af því að æfa, ástfanginn af því að keppa þó það gangi vel eða illa.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.