Sport

Stuðningsmenn Patriots með stæla við kærustu Mahomes

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá parið saman á körfuboltaleik.
Hér má sjá parið saman á körfuboltaleik. vísir/getty

Brittany Matthews, fyrrum leikmaður fótboltaliðs Aftureldingar og kærasta NFL-stjörnunnar Patrick Mahomes, lenti í kröppum dansi er hún fylgdist með kærastanum spila gegn New England Patriots um síðustu helgi.

Eins og lesa má hér að neðan var hún alls ekki sátt við áhorfendur á leiknum sem voru með stæla við hana. Hún mátti ekki einu sinni standa upp að eigin sögn.

Fór svo að öryggisverðir komu og sóttu hana sem og bróðir Mahomes, Jackson, en þau tvö fara alltaf saman á leiki.

Líklega skynsamleg ákvörðun þar sem lið Mahomes, Kansas City Chiefs, vann leikinn og endaði þar með 21 leikja sigurgöngu Patriots á heimavelli.

Mahomes sló eftirminnilega í gegn á síðustu leiktíð og var þá valinn besti leikmaður NFL-deildarinnar.

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.