Innlent

Sjór flæddi inn í í­búðina: „Hér er bara allt í klessu“

Eiður Þór Árnason skrifar
Sterkur vindur og mikið brim var á svæðinu.
Sterkur vindur og mikið brim var á svæðinu. Skjáskot

Mikið tjón varð á húsnæði gistihússins Blábjargar á Borgarfirði eystra þegar sjór flæddi inn í íbúð. Staðarmiðilinn Austurfrétt greinir frá þessu. Einnig losnuðu heitir pottar sem voru á palli niðri við sjóinn og fóru á flakk.

„Húsið stendur auðvitað niðri í fjöru. Brimið var bara svo mikið. Það sprengdi upp hurðina á íbúðinni og sjór flæddi inn,“ segir Elísabet D. Sveinsdóttir, starfsmaður Blábjargar, í samtali við Austurfrétt

Þar lýsir hún því hvernig þriggja sentímetra lag af sjó var komið inn í íbúðina. Starfsmenn hafi þá hafist handa við að dæla sjó út úr íbúðinni og moka út grjóti og þara sem honum fylgdi.

Sjá má myndband sem Elísabet náði af íbúðinni í dag hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.