Innlent

Flestar leiðir færar um sunnan­vert landið en mikil ó­færð norðan- og austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Flestar leiðir eru færar um sunnanvert landið.
Flestar leiðir eru færar um sunnanvert landið. vísir/vilhelm

Flestar leiðir eru færar um sunnanvert landið en enn mikil ófærð á norðan- og austanverðu landinu en unnið að hreinsun á vegum.Á vef Vegagerðarinnar má sjá á Suðvesturlandi er enn lokað á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.Á Vesturlandi er enn er lokað á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en aðrar aðalleiðir eru færar. Á Vestfjörðum er ófært á Klettshálsi, Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi.

Á Norðurlandi eru flestir vegir ófærir eða lokaðir en mokstur byrjaður á aðalleiðum. Sömu sögu er að segja af Norðausturlandi þar sem vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi er lokaður.

Mikil ófærð er á vegum austanlands. Vegurinn um Fjarðarheiði er lokaður og sömuleiðis leið um Fagradal.

Á Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir með og Suðurlandi er hálka víðast hvar. Ófært er um Grafningsveg.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.