Innlent

Flestar leiðir færar um sunnan­vert landið en mikil ó­færð norðan- og austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Flestar leiðir eru færar um sunnanvert landið.
Flestar leiðir eru færar um sunnanvert landið. vísir/vilhelm

Flestar leiðir eru færar um sunnanvert landið en enn mikil ófærð á norðan- og austanverðu landinu en unnið að hreinsun á vegum.

Á vef Vegagerðarinnar má sjá á Suðvesturlandi er enn lokað á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

Á Vesturlandi er enn er lokað á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en aðrar aðalleiðir eru færar. Á Vestfjörðum er ófært á Klettshálsi, Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi.

Á Norðurlandi eru flestir vegir ófærir eða lokaðir en mokstur byrjaður á aðalleiðum. Sömu sögu er að segja af Norðausturlandi þar sem vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi er lokaður.

Mikil ófærð er á vegum austanlands. Vegurinn um Fjarðarheiði er lokaður og sömuleiðis leið um Fagradal.

Á Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir með og Suðurlandi er hálka víðast hvar. Ófært er um Grafningsveg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.