Sport

Patriots samdi við Youtube-stjörnu sem spilaði fótbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Josh Gable.
Josh Gable.

NFL-meistarar New England Patriots sömdu í dag við mjög áhugaverðan sparkara sem hefur aldrei spilað í NFL-deildinni en hefur vakið athygli á Youtube.Sá heitir Josh Gable og hefur gert mögnuð myndbönd með stórkostlegum spörkum. Þar má sjá að hann getur bæði sparkað langt og spörkin eru einnig mjög nákvæm.Saga þessa stráks er líka sérstök. Hann fór ekki í háskóla heldur fór hann beint til Evrópu að spila knattspyrnu þar sem hann var efnilegur knattspyrnukappi. Hann spilaði bæði á Ítalíu og í Belgíu.Hann snéri aftur til Bandaríkjanna árið 2017 og hefur verið að sparka í IFL-deildinni sem er innanhúss-deild.Patriots hefur verið í sparkaravandræðum síðan Stephen Gostkowski meiddist. Nokkrir hafa spilað fyrir liðið en enginn sem Patriots vill hengja sig á. Það er því komið að Gable að fá tækifæri.Patriots hefur að sögn haft auga með þessum strák síðustu 2-3 ár og hefur nú ákveðið að gefa honum almennilegt tækifæri.Verður áhugavert að sjá hvað verður úr þessari tilraun.Tengd skjöl

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.