Sara heldur áfram að auka forskot sitt á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 16:30 Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Dubai CrossFit Championship Sara Sigmundsdóttir er í frábærum málum eftir magnaðan dag á CrossFit mótinu í Dúbaí en Sara er komin með 36 stiga forskot á toppnum eftir þrjár flottar greinar í dag. Björgvin Karl varð í fimmta sæti í sjöundu grein dagsins og er líka í fimmta sæti í heildarkeppninni fyrir lokadaginn. Sara Sigmundsdóttir var þriðja fljótust í sjöundu greininni sem var krefjandi þrautabraut þar sem keppendur þurftu að klifra í köðlum, taka á því í róðravél, hoppa upp á kassa, henda þungum boltum og ganga ákveðna vegalengd með 60 kílóa stangir. Fram undan er lokadagurinn á morgun og þó að þar verði örugglega nóg af stigum í boði þá gæti orðið erfitt fyrir hinar stelpurnar að stoppa Söru sem er í miklu stuði í hitanum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara komst upp í toppsætið með sigri í einu grein gærdagsins og fylgdi því eftir með því að auka forskot sitt í öllum þremur greinum dagsins. Sara varð eins og áður sagði í þriðja sæti í síðustu greininni og varð því á topp þrjú í öllum greinum dagsins. Það þýðir 285 stig af 300 mögulegum í dag sem er magnaður árangur. Sara er komin með 617 stig eftir sjö greinar og hefur nú 36 stiga forskot á hina slóvakísku Karin Frey. Björgvin Karl Guðmundsson er í fimmta sæti eftir sjö greinar hjá körlunum. Í þremur greinum dagsins varð Björgvin í 3. sætt (grein 5), í 9. sæti (grein 6) og loks í 5. sæti í lokagreininni.Staðan í kvennakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Sara Sigmundsdóttir, Íslandi 617 2. Karin Frey, Slóvakíu 581 3. Samantha Briggs, Bretlandi 561 4. Gabriela Migala, Póllandi 552 5. Alessandra Pichelli, Ítalíu 545 6. Jamie Greene, Ástralía 527 7. Emily Rolfe, Kanada 516 8. Julie Hougård, Danmörku 501Staðan í karlakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Roman Khrennikov, Rússlandi 579 2. Brent Fikowski, Kanada 574 3. Jason Smith, Suður Afríku 553 4. Patrick Vellner, Kanada 552 5. Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi 529 6. Jeffrey Adler, Kanada 507 7. Tola Morakinyo, Bandaríkjunum 501 8. Jonne Koski, Finnlandi 489 Hér fyrir neðan má sjá allar keppnir þriðja dagsins. CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er í frábærum málum eftir magnaðan dag á CrossFit mótinu í Dúbaí en Sara er komin með 36 stiga forskot á toppnum eftir þrjár flottar greinar í dag. Björgvin Karl varð í fimmta sæti í sjöundu grein dagsins og er líka í fimmta sæti í heildarkeppninni fyrir lokadaginn. Sara Sigmundsdóttir var þriðja fljótust í sjöundu greininni sem var krefjandi þrautabraut þar sem keppendur þurftu að klifra í köðlum, taka á því í róðravél, hoppa upp á kassa, henda þungum boltum og ganga ákveðna vegalengd með 60 kílóa stangir. Fram undan er lokadagurinn á morgun og þó að þar verði örugglega nóg af stigum í boði þá gæti orðið erfitt fyrir hinar stelpurnar að stoppa Söru sem er í miklu stuði í hitanum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sara komst upp í toppsætið með sigri í einu grein gærdagsins og fylgdi því eftir með því að auka forskot sitt í öllum þremur greinum dagsins. Sara varð eins og áður sagði í þriðja sæti í síðustu greininni og varð því á topp þrjú í öllum greinum dagsins. Það þýðir 285 stig af 300 mögulegum í dag sem er magnaður árangur. Sara er komin með 617 stig eftir sjö greinar og hefur nú 36 stiga forskot á hina slóvakísku Karin Frey. Björgvin Karl Guðmundsson er í fimmta sæti eftir sjö greinar hjá körlunum. Í þremur greinum dagsins varð Björgvin í 3. sætt (grein 5), í 9. sæti (grein 6) og loks í 5. sæti í lokagreininni.Staðan í kvennakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Sara Sigmundsdóttir, Íslandi 617 2. Karin Frey, Slóvakíu 581 3. Samantha Briggs, Bretlandi 561 4. Gabriela Migala, Póllandi 552 5. Alessandra Pichelli, Ítalíu 545 6. Jamie Greene, Ástralía 527 7. Emily Rolfe, Kanada 516 8. Julie Hougård, Danmörku 501Staðan í karlakeppninni fyrir lokadaginn: 1. Roman Khrennikov, Rússlandi 579 2. Brent Fikowski, Kanada 574 3. Jason Smith, Suður Afríku 553 4. Patrick Vellner, Kanada 552 5. Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi 529 6. Jeffrey Adler, Kanada 507 7. Tola Morakinyo, Bandaríkjunum 501 8. Jonne Koski, Finnlandi 489 Hér fyrir neðan má sjá allar keppnir þriðja dagsins.
CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Sjá meira