Sport

Sara með 46 stiga forskot í Dúbaí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara er í frábærri stöðu fyrir síðustu greinina.
Sara er í frábærri stöðu fyrir síðustu greinina. MYND/FÉSBÓKARSÍÐA DUBAI CROSSFIT CHAMPIONSHIP

Sara Sigmundsdóttir jók forskot sitt á toppi Dubai CrossFit Championship í áttundu grein mótsins. Sara endaði þar í 2. sæti á eftir Jamie Greene frá Nýja-Sjálandi.

Fyrir níundu og síðustu grein mótsins er Sara með 712 stig, 46 stigum á undan Karin Frey frá Slóvakíu.

Sara var með 36 stiga forskot á Frey fyrir lokadaginn.

Hún hefur unnið tvær greinar, tvisvar sinnum lent í 2. sæti og tvisvar í því þriðja.

Eik Gylfadóttir lenti í 8. sæti í áttundu greininni. Fyrir vikið fór hún úr 17. sæti mótsins í það fjórtánda. Hún er með 486 stig.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá lokadegi mótsins með því að smella hér.

Staðan í kvennaflokki fyrir síðustu greinina:

1. Sara Sigmundsdóttir, Ísland - 712

2. Karin Frey, Slóvakía - 666

3. Samantha Briggs, Bretland - 651

4. Gabriela Migala, Pólland - 632

5. Jamie Greene, Nýja-Sjáland - 627

6. Alessandra Pichelli, Ítalía - 606

7. Emily Rolfe, Kanada - 591

8. Julie Hougård, Danmörk - 554

9. Emma Tall, Svíþjóð - 541

10. Mikaela Norman, Svíþjóð - 521




Fleiri fréttir

Sjá meira


×