Sögulegt á HM í pílu: „Ég er búin að sanna það að við konur getum unnið karlana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 08:30 Fallon Sherrock eftir að sigurinn var í höfn. Getty/Alex Davidson Fallon Sherrock varð í gærkvöldi fyrsta konan til að vinna karlmann á HM í pílukasti. Fallon Sherrock skrifaði sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti í Alexandra Palace í London í gær þegar hún komst áfram í aðra umferð. Fallon Sherrock, sem er 25 ára gömul, vann þá 3-2 sigur á Ted Evetts og varð með því fyrsta konan í sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti til þess að vinna karlmann. Konurnar hafa aðeins fengið að vera með undanfarin ár á HM í pílu en hingað til höfðu þær tapað öllum leikjum sínum. Fallon Sherrock becomes first woman to beat a man at PDC world darts https://t.co/mSOC1zF40p By @niallmcveighpic.twitter.com/Nfk2cfYzfU— Guardian sport (@guardian_sport) December 17, 2019 Það stefndi reyndar í enn eitt tapið því Fallon Sherrock lenti 2-1 undir og Ted Evetts, sem er númer 77 á heimslistanum fékk tvær hrinur til þess að slá hana út. Fallon Sherrock gaf sig hins vegar ekki og fékk líka mikinn stuðning frá áhorfendum í Alexandra Palace. Hún varð önnur á HM kvenna í pílu árið 2015 en hefur ekki komist lengra en í átta manna úrslit á síðustu fjórum heimsmeistaramótum kvenna. Það bjuggust því ekki margir við þessum sögulega sigri hennar. "I have proved that we can play the men and can beat them." Read more about Fallon Sherrock's historic victory at the PDC World Championship https://t.co/K82kY0jIEOpic.twitter.com/X22vc4Pnnu— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 „Ég er búin að sanna að við konur getum ekki bara spilað við þá heldur getum við líka unnið karlana,“ sagði Fallon Sherrock sem var önnur tveggja kvenna á heimsmeistaramótinu í ár. Hin var Mikuru Suzuki sem tapaði naumlega 3-2 á móti James Richardson. „Ég er eiginlega orðlaus því ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég vil þakka öllum. Ég er rosalega ánægð því ég hef stigið skref fyrir kvennapíluna. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Sherrock. „Ég er svo ánægð að fá að halda áfram. Þetta er án efa ein besta stund lífs míns. Ég hef skrifað söguna og hef náð stóru afreki fyrir kvennapíluna,“ sagði Sherrock. Hér fyrir neðan má sjá þegar hún tryggði sér sigurinn. SHERROCK MAKES HISTORY. Fallon Sherrock has become the first woman to win a match at the PDC World Championship. Just look at these scenes, a history making moment for darts. pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2019 Pílukast Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
Fallon Sherrock varð í gærkvöldi fyrsta konan til að vinna karlmann á HM í pílukasti. Fallon Sherrock skrifaði sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti í Alexandra Palace í London í gær þegar hún komst áfram í aðra umferð. Fallon Sherrock, sem er 25 ára gömul, vann þá 3-2 sigur á Ted Evetts og varð með því fyrsta konan í sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti til þess að vinna karlmann. Konurnar hafa aðeins fengið að vera með undanfarin ár á HM í pílu en hingað til höfðu þær tapað öllum leikjum sínum. Fallon Sherrock becomes first woman to beat a man at PDC world darts https://t.co/mSOC1zF40p By @niallmcveighpic.twitter.com/Nfk2cfYzfU— Guardian sport (@guardian_sport) December 17, 2019 Það stefndi reyndar í enn eitt tapið því Fallon Sherrock lenti 2-1 undir og Ted Evetts, sem er númer 77 á heimslistanum fékk tvær hrinur til þess að slá hana út. Fallon Sherrock gaf sig hins vegar ekki og fékk líka mikinn stuðning frá áhorfendum í Alexandra Palace. Hún varð önnur á HM kvenna í pílu árið 2015 en hefur ekki komist lengra en í átta manna úrslit á síðustu fjórum heimsmeistaramótum kvenna. Það bjuggust því ekki margir við þessum sögulega sigri hennar. "I have proved that we can play the men and can beat them." Read more about Fallon Sherrock's historic victory at the PDC World Championship https://t.co/K82kY0jIEOpic.twitter.com/X22vc4Pnnu— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 „Ég er búin að sanna að við konur getum ekki bara spilað við þá heldur getum við líka unnið karlana,“ sagði Fallon Sherrock sem var önnur tveggja kvenna á heimsmeistaramótinu í ár. Hin var Mikuru Suzuki sem tapaði naumlega 3-2 á móti James Richardson. „Ég er eiginlega orðlaus því ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég vil þakka öllum. Ég er rosalega ánægð því ég hef stigið skref fyrir kvennapíluna. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Sherrock. „Ég er svo ánægð að fá að halda áfram. Þetta er án efa ein besta stund lífs míns. Ég hef skrifað söguna og hef náð stóru afreki fyrir kvennapíluna,“ sagði Sherrock. Hér fyrir neðan má sjá þegar hún tryggði sér sigurinn. SHERROCK MAKES HISTORY. Fallon Sherrock has become the first woman to win a match at the PDC World Championship. Just look at these scenes, a history making moment for darts. pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2019
Pílukast Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira