Sport

Besti ungi Ítalinn fær að vera í liði með Söru og Björgvini

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson með Símon Levi út í Dúbaí
Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson með Símon Levi út í Dúbaí Mynd/Instagram/sarasigmunds

Það stutt stórra högga milla hjá íslenska CrossFit fólkinu Söru Sigmundsdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni sem stoppa í Mílanó á Ítalíu á leið sinni í jólafríið á Íslandi.

Sara Sigmundsdóttir vann glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship og Björgvin Karl Guðmundsson náði þar fjórða sætinu. Þar kepptu þau bæði í einstaklingskeppni en nú er komið að annars konar keppni.

Sara og Björgvin Karl ætla að keppa saman í liðakeppni á CrossFit mótinu Fall Series sem er elsta CrossFit mótið á Ítalíu og fer fram 20. til 22. desember.

Það eru hins vegar fleiri í liðinu þeirra sem er ekki alíslenskt. Ítalinn Leonardo Grottino mun keppa með þeim.









Öll þrjú eru á styrk hjá næringavöruframleiðandanum Foodspring og keppa undir hans merkjum á mótinu.

 

Leonardo Grottino náði bestum árangri ítalska unglinga í „The Open“ í ár en hann varð nítjándi í flokki 16 til 17 ára stráka í heiminum.

Leonardo Grottino er aðeins sautján ára gamall og fær örugglega dýrmæta reynslu með að fá að keppa við íslensku CrossFit stjarnanna sem hafa bæði verið í hóp þeirra bestu í heimi í langan tíma.

Hér fyrir neðan má síðan sjá dagskrána á CrossFit mótinu á Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×