Erlent

Tveir skotnir til bana fyrir utan nætur­klúbb í Sví­þjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla hefur yfirheyrt fjölda manns vegna málsins.
Lögregla hefur yfirheyrt fjölda manns vegna málsins. Getty
Tveir eru látnir eftir skotárás fyrir utan næturklúbb í sænsku borginni Norrköping í nótt.Sænskir fjölmiðlar segja lögreglu vera með mikinn viðbúnað á staðnum og að búið sé að girða af stórt svæði. Lögregla hefur yfirheyrt fjölda manns vegna málsins.Tilkynning um skotárásina barst inn á borð lögreglu klukkan á öðrum tímanum í nótt að staðartíma. Átti árásin sér stað fyrir utan skemmtistað á Slottsgatan í miðborg Norrköping, um 150 kílómetrum suðvestur af höfuðborginni Stokkhólmi.Sænskir fjölmiðlar segja að í upphafi hafi borist fréttir um að tveir karlmenn, 45 ára og 40 ára, hafi særst í árásinni. Snemma í morgun greindi lögregla svo frá því að þeir hafi látist af völdum sára sinna.Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.