Sport

Brady gerði grín að meiðslunum sínum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady hleypur af velli eftir tapið gegn Houston.
Brady hleypur af velli eftir tapið gegn Houston. vísir/getty
Tom Brady gat tekið takmarkaðan þátt á æfingu New England Patriots í gær vegna meiðsla en hann gerði samt grín að öllu saman.Samkvæmt sjúkraskýrslu Patriots er hann að glíma við meiðsli í öxl og tá.„Þetta er líklega í fyrsta skiptið á ferlinum sem táin á mér kemst á meiðslalistann,“ sagði Brady og glotti við tönn.„Þið þekkið okkur. Við erum mjög nákvæmir í meiðslaskráningunni og því þurfti að minnast á tána líka. Annars líður mér ágætlega. Það eru allir að glíma við eitthvað á þessum tímapunkti tímabilsins og ég er sáttur á meðan ég hef heilsu til þess að fara út á völlinn.“Patriots á stórleik um næstu helgi er Patrick Mahomes og Kansas City Chiefs koma í heimsókn.„Það verður gríðarlega erfiður leikur. Vonandi getum við spilað af þeirri orku og krafti sem við höfum verið að gera,“ sagði Brady en lið hans tapaði gegn Houston fyrir viku.Í leiknum var Brady mjög ósáttur við útherjana sína og öskraði á þá allan leikinn. Hann viðurkenndi að röddin væri ekki enn komin almennilega í lag eftir alla hárblásarana sem hann tók.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.