Sport

Í beinni í dag: Njarð­­vík heim­­sækir meistarana, þrjú golf­mót og Domin­os Körfu­­bolta­­kvöld kvenna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brot af því sem er á skjánum í dag.
Brot af því sem er á skjánum í dag. vísir/skjáskot

Þrjú golfmót, körfuboltaleikur og uppgjörsþáttur í Dominos-deild kvenna er það sem verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Hægt er að taka daginn snemma með DP World Tour Championship sem fer fram í Dubai en útsendingin frá mótinu hefst klukkan sjö.

The RSM Classic mótið hefst svo í dag en útsendingin þaðan hefst klukkan 17 og klukkutíma síðar er komið að CME Group Tour Championship mótinu sem fer fram í Flórída.

Klukkan 19.05 sendum við svo út beint frá DHL-höllinni þar sem sexfaldir meistarar KR taka á móti Njarðvík í hörkuleik.

KR beit frá sér í Keflavík í síðustu umferð eftir tap gegn Stólunum á heimavelli í umferðinni á undan og Njarðvík rassskellti Þór Akureyri.

Pálína Gunnlaugsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir gera upp fyrstu sjö umferðirnar í deildinni í Dominos Körfuboltakvöldi kvenna sem hefst klukkan 21.15.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga og um helgina má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar í dag:
07.00 DP World Tour Championship (Stöð 2 Golf)
17.00 PGA Tour 2019 (Stöð 2 Sport 4)
18.00 CME Group Tour Championship (Stöð 2 Golf)
19.05 KR - Njarðvík (Stöð 2 Sport)
21.15 Dominos Körfuboltakvöld kvenna (Stöð 2 Sport)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.