Sport

Sportpakkinn: Slegist á svellinu

Arnar Björnsson skrifar
Menn létu hnefana tala.
Menn létu hnefana tala. vísir/getty

Það var hart tekist á í leik New York Rangers og Washington Capitals í NHL-deildinni í íshokkí.

Washington hefur gegngið betur á leiktíðinni og er í 1. sæti Austurdeildarinnar en New York liðið byrjaði illa en betur hefur gengið að undanförnu. Í gærkvöldi vann Rangers 4-1.

Sænski markvörðurinn Henrik Lundqvist varði 30 skot í markinu. Lundquist er 37 ára og sigurinn í gær var sá 454. i NHL-deildinni hjá honum. Hann er nú jafn Curtis Joseph í fimmta sæti yfir þá leikmenn sem oftast hafa verið í sigurliði.

Upp úr sauð í leiknum þegar Tom Wilson, leikmaður Washington Capitals, og Brendan Lemieux, leikmaður New York Rangers, lentu í hörku slagsmálum. Þar var ekkert gefið eftir.

Stóra fréttinn í NHL-deildinni er brottrekstur þjálfara Toronto Maple Leafs. Mike Babcock var rekinn eftir sjötta tapið í röð. Hann var launahæsti þjálfari deildarinnar með 6,25 milljónir dollara í árslaun og var á sínu fimmta ári með liðið.

Klippa: Sportpakkinn: Slagsmál í NHL
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.