Innlent

Hægar og mildar suð­austan­áttir leika um landið

Atli Ísleifsson skrifar
Í byrjun næstu viku er útlit fyrir norðaustanáttin haldist áfram og létti smám saman til, en kólni heldur í veðri.
Í byrjun næstu viku er útlit fyrir norðaustanáttin haldist áfram og létti smám saman til, en kólni heldur í veðri. vísir/vilhelm
Veðurstofan gerir ráð fyrir að hægar og mildar suðaustanáttir leiki um landið í dag. Þeim fylgi víða dálítil væta en helst þó þurrt norðan- og austantil.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að vindur hallist til norðausturs á morgun, en áfram verði svipað veður þó hiti falli víða niður fyrir frostmark norðaustanlands.

Í byrjun næstu viku er útlit fyrir norðaustanáttin haldist áfram og létti smám saman til, en kólni heldur í veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Austlæg átt, víða 8-13 m/s, dálítil væta og hiti 1 til 6 stig, en hægara og þurrt NA til og vægt frost þar.

Á sunnudag: Fremur hæg norðaustlæg átt, skýjað og úrkomulítið, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti nærri frostmarki.

Á mánudag: Norðaustanátt og stöku skúrir eða él, en áfram bjartviðri um landið suðvestanvert. Kólnandi veður.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Yfirleitt hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en stöku él nyrst og austast. Kalt í veðri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.