Innlent

Hægar og mildar suð­austan­áttir leika um landið

Atli Ísleifsson skrifar
Í byrjun næstu viku er útlit fyrir norðaustanáttin haldist áfram og létti smám saman til, en kólni heldur í veðri.
Í byrjun næstu viku er útlit fyrir norðaustanáttin haldist áfram og létti smám saman til, en kólni heldur í veðri. vísir/vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir að hægar og mildar suðaustanáttir leiki um landið í dag. Þeim fylgi víða dálítil væta en helst þó þurrt norðan- og austantil.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að vindur hallist til norðausturs á morgun, en áfram verði svipað veður þó hiti falli víða niður fyrir frostmark norðaustanlands.

Í byrjun næstu viku er útlit fyrir norðaustanáttin haldist áfram og létti smám saman til, en kólni heldur í veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Austlæg átt, víða 8-13 m/s, dálítil væta og hiti 1 til 6 stig, en hægara og þurrt NA til og vægt frost þar.

Á sunnudag: Fremur hæg norðaustlæg átt, skýjað og úrkomulítið, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti nærri frostmarki.

Á mánudag: Norðaustanátt og stöku skúrir eða él, en áfram bjartviðri um landið suðvestanvert. Kólnandi veður.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Yfirleitt hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en stöku él nyrst og austast. Kalt í veðri.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.