Sport

Nadal tryggði Spánverjum Davis bikarinn á heimavelli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Spánverjar heimsmeistarar í tennis í sjötta sinn.
Spánverjar heimsmeistarar í tennis í sjötta sinn.
Það var mikið um dýrðir í Madrid, höfuðborg Spánar, í gær þegar úrslitin í Davis bikarnum í tennis voru til lykta leidd.Það var vel við hæfi að Rafael Nadal skyldi tryggja Spánverjum sigurinn gegn Kanadamönnum en það gerði hann með því að leggja Denis Shapovalov að velli í tveimur settum en Roberto Bautista-Agut hafði áður unnið Felix Auger-Aliassime, sömuleiðis í tveimur settum. Unnu Spánverjar því úrslitaleikinn örugglega 2-0 en Davis bikarinn er sögufræg keppni. Í raun heimsmeistarakeppni landsliða.Það var vel við hæfi að Nadal skyldi tryggja Spánverjum sigurinn þar sem hann vann alla átta leiki sína í keppninni í ár og var að lokum valinn mikilvægasti leikmaðurinn.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.