Sport

Nadal tryggði Spánverjum Davis bikarinn á heimavelli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Spánverjar heimsmeistarar í tennis í sjötta sinn.
Spánverjar heimsmeistarar í tennis í sjötta sinn.

Það var mikið um dýrðir í Madrid, höfuðborg Spánar, í gær þegar úrslitin í Davis bikarnum í tennis voru til lykta leidd.

Það var vel við hæfi að Rafael Nadal skyldi tryggja Spánverjum sigurinn gegn Kanadamönnum en það gerði hann með því að leggja Denis Shapovalov að velli í tveimur settum en Roberto Bautista-Agut hafði áður unnið Felix Auger-Aliassime, sömuleiðis í tveimur settum. 

Unnu Spánverjar því úrslitaleikinn örugglega 2-0 en Davis bikarinn er sögufræg keppni. Í raun heimsmeistarakeppni landsliða.

Það var vel við hæfi að Nadal skyldi tryggja Spánverjum sigurinn þar sem hann vann alla átta leiki sína í keppninni í ár og var að lokum valinn mikilvægasti leikmaðurinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.