Lífið samstarf

Hvaða tónlist kemur þér í þrifastuðið? Tilnefndu lag á Ajax-Stormsveipinn

Ó.Johnson & Kaaber kynnir
Jólahreingerningin er skemmtilegri með tónlist.
Jólahreingerningin er skemmtilegri með tónlist. Nordic photos Getty
Hvaða lag kemur þér í mesta þrifastuðið? Við söfnum lögum í lagalistann Ajax-Stormsveipurinn. Sendu þrifastuðlagið þitt inn á Facebook-síðu Bylgjunnar og þú gætir unnið glæsilega gjafakörfu fulla af Ajax hreingerningavörum.

 

Eflaust kannast flestir við að þurfa að peppa sig aðeins upp til að þrífa heima hjá sér. Og ekkert er betra en tónlist til að svífa um heimilið – eins og stormsveipur og skúra, skrúbba og bóna. Þeir sem eldri eru tengja reyndar orðið „stormsveipur“ við Ajax hreingerningavörurnar en það orð var nefnt í áhrifamikilli Ajax í sjónvarpsauglýsingu á árum áður. En þá er spurningin þessi – hvaða tónlist hlustar þú á þegar þú ert að þrífa? Settu nafnið á uppáhalds laginu þínu þegar þú þrífur og nafn flytjandans á Facebook-síðu Bylgjunnar. Á Bylgjunni er nefnilega verið að safna í lagalista með mest þrifapeppandi lögum sem um getur. Þessi lagalisti verður að sjálfsögðu kallaður Ajax-Stormsveipurinn með mörgum af mestu stuðlögunum sem gaman er að hlusta á við þrifin heima fyrir.Ef lagið sem þú tilnefnir sem þrifalagið þitt fer á sjálfan Ajax-Stormsveipinn gætir þú unnið gjafakörfu með Ajax-hreingerningavörum. Á ekki að þrífa eitthvað fyrir jólin, hvernig er það?Þessi kynning er unnin í samstarfi við Ó.Johnson & Kaaber.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.