Meintum kynferðisbrotamanni ekki vísað úr dómssal við skýrslugjöf brotaþola Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 20:00 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur var felldur úr gildi. Landsréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem kærður er fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem þá var sextán ára gömul, skyldi víkja úr dómssal á meðan hún gæfi skýrslu fyrir dómi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa beitt stúlkuna kynferðislegu ofbeldi tvisvar sinnum. Hann hafi neytt hana til að hafa við sig munnmök á salerni gegn því að gefa henni lyfin Stesolid og Ritalin Uno. Héraðsdómur úrskurðaði þann 20. nóvember síðastliðinn að kærði skyldi víkja úr dómssal á meðan brotaþoli gæfi skýrslu fyrir dómi en Landsréttur mat það svo að ekki væri ástæða til þess að víkja frá meginreglunni, að ákærði fengi að vera viðstaddur skýrslugjöf vitnis fyrir dómi. Í vottorði sálfræðings stúlkunnar kemur fram að hún hafi ekki rætt atvikið beint en í samtölum hafi það komið fram að atvikið sæti í henni og væri henni íþyngjandi. Þá mætti ætla að það myndi reynast henni mjög þungbært að ræða það í dómssal, sérstaklega að meintum geranda viðstöddum, miðað við viðbrögð þolanda þegar málið hafi borið á góma. Stúlkan er í dag átján ára gömul en hún var aðeins sextán ára þegar meint brot átti sér stað. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms að engin tengsl séu á milli hennar og ákærða. Þá metur Landsréttur það svo að það liggi ekki ljóst fyrir miðað við vottorð sálfræðings hvaða rök liggi að baki því mati að nærvera varnaraðila geti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Vottorðið sé þar að auki ódagsett og byggi það á meðferðarviðtölum sem tekin voru við brotaþola sem farið hafi fram fyrir rúmu ári. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms er talsverður aldursmunur á ákærða og brotaþola en eins og áður var sagt var brotaþoli 16 ára gömul þegar meint brot var framið. Brotaþoli nýtur enn umsjónar barnaverndar þrátt fyrir að vera orðin átján ára gömul þar sem hún er talin vera í mjög viðkvæmri stöðu. Dómsmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Landsréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem kærður er fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem þá var sextán ára gömul, skyldi víkja úr dómssal á meðan hún gæfi skýrslu fyrir dómi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa beitt stúlkuna kynferðislegu ofbeldi tvisvar sinnum. Hann hafi neytt hana til að hafa við sig munnmök á salerni gegn því að gefa henni lyfin Stesolid og Ritalin Uno. Héraðsdómur úrskurðaði þann 20. nóvember síðastliðinn að kærði skyldi víkja úr dómssal á meðan brotaþoli gæfi skýrslu fyrir dómi en Landsréttur mat það svo að ekki væri ástæða til þess að víkja frá meginreglunni, að ákærði fengi að vera viðstaddur skýrslugjöf vitnis fyrir dómi. Í vottorði sálfræðings stúlkunnar kemur fram að hún hafi ekki rætt atvikið beint en í samtölum hafi það komið fram að atvikið sæti í henni og væri henni íþyngjandi. Þá mætti ætla að það myndi reynast henni mjög þungbært að ræða það í dómssal, sérstaklega að meintum geranda viðstöddum, miðað við viðbrögð þolanda þegar málið hafi borið á góma. Stúlkan er í dag átján ára gömul en hún var aðeins sextán ára þegar meint brot átti sér stað. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms að engin tengsl séu á milli hennar og ákærða. Þá metur Landsréttur það svo að það liggi ekki ljóst fyrir miðað við vottorð sálfræðings hvaða rök liggi að baki því mati að nærvera varnaraðila geti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Vottorðið sé þar að auki ódagsett og byggi það á meðferðarviðtölum sem tekin voru við brotaþola sem farið hafi fram fyrir rúmu ári. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms er talsverður aldursmunur á ákærða og brotaþola en eins og áður var sagt var brotaþoli 16 ára gömul þegar meint brot var framið. Brotaþoli nýtur enn umsjónar barnaverndar þrátt fyrir að vera orðin átján ára gömul þar sem hún er talin vera í mjög viðkvæmri stöðu.
Dómsmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira