Sport

Í beinni í dag: Stórleikur í Garðabænum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stjörnumenn fá Íslandsmeistarana í heimsókn
Stjörnumenn fá Íslandsmeistarana í heimsókn vísir/daníel
Körfuboltinn ræður ríkjum á Stöð 2 Sport í kvöld eins og flest önnur föstudagskvöld.Veislan byrjar á leik Keflavíkur og Fjölnis, leikur sem ætti að vera gott tækifæri fyrir Keflvíkinga til þess að komast aftur á sigurbraut í deildinni því Fjölnir hefur aðeins unnið einn leik.Umferðinni líkur svo á stórleik Stjörnunnar og KR. Fyrir umferðina var Stjarnan í þriggja liða pakka á toppnum með Tindastól og Keflavík og KR-ingar komu þar fast á hæla þeim einum sigri á eftir.Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds gera þetta svo allt saman upp að leik loknum.Það er einnig að finna enskan fótbolta í kvöld, leikur Swansea og Fulham í ensku Championshipdeildinni verður í beinni útsendingu og þá er golfið á fullu á sínum stað.Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá má finna á heimasíðu Stöðvar 2.Beinar útsendingar í dag:

10:30 Alfred Dunhill Championship, Stöð 2 Golf

13:30 Opna spænska mótið, Sport 4

18:20 Keflavík - Fjölnir, Sport

19:40 Swansea - Fulham, Sport 2

20:10 Stjarnan - KR, Sport

22:10 Domino's Körfuboltakvöld, Sport
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.