Sport

Heimsótti alla NFL-vellina á 84 dögum og setti heimsmet

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Burner er hér á velli Íslandsvinana í Minnesota Vikings.
Burner er hér á velli Íslandsvinana í Minnesota Vikings. mynd/instagram
Englendingurinn Jacob Burner frá Leeds komst í heimsmetabók Guinness í nótt er hann mætti á leik Atlanta Falcons og New Orleans Saints í NFL-deildinni.

Hann er þar með búinn að sjá leik á öllum völlum NFL-deildarinnar á 84 dögum sem skilar honum í heimsmetabókina. Gamla metið var 86 dagar.

„Ég átti mér alltaf draum um að fara í ferð þar sem ég myndi fara á fimm velli í einni ferð. Svo í kjölfarið fæddist hugmyndin að komast á alla vellina á meðan ég lifi,“ sagði Burner en þá kom allt í einu þessi stóra hugmynd.

„Ég var að skoða málin og rakst þá á þetta met sem var 86 dagar, 10 tímar og 25 mínútur sett af Alicia Barnhart árið 2015. Að slá þetta met var alltaf í huga mér. Er ég hafði reiknað út að þetta væri mögulegt ákvað ég að slá til og reyna við þetta.“





Eins og gefur að skilja er þetta dýrt ævintýri enda þurfti Burner að fljúga um öll Bandaríkin og kaupa sér miða á leikina sem er ekki alltaf ódýrt.

„Ég hafði verið að safna mér fyrir íbúð í mörg ár og átti því smá pening. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi ekki gera þetta núna myndi ég aldrei gera það. Ég get alltaf safnað síðar fyrir íbúð.“

Það var vel tekið á móti honum í Atlanta í nótt. Hann fékk að fara niður á völl, hitta leikmenn og stjórnendur og var hann að lokum leystur út með miðum á Super Bowl í febrúar.

Hægt var að fylgjast með ævintýri hans á Instagram hér og Twitter hér.

Úrslitin í Þakkargjörðardagsleikjunum:

Detroit-Chicago  20-24

Dallas-Buffalo  15-26

Atlanta-New Orleans  18-26




Fleiri fréttir

Sjá meira


×