Fótbolti

Morata á skotskónum í mikilvægum sigri Atletico

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alvaro Morata fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Alvaro Morata fagnar sigurmarkinu í kvöld. vísir/getty
Atletico Madrid er komið upp í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir mikilvægan 3-1 sigur á Espanyol á heimavelli í dag.

Gestirnir frá Katalóníu komust yfir á 38. mínútu með marki Sergi Darder en Angel Correa jafnaði metin fyrir leikhlé.

Alvaro Morata skoraði á 58. mínútu og kom Atletico yfir en þriðja mark Atletico gerði Koke í uppbótartíma. Lokatölur 3-1.

Atletico er eins og áður segir í 3. sæti deildarinnar með 25 stig og eru þeir stigi á eftir Barcelona og Real Madrid sem eru í efstu tveimur sætunum.

Espanyol er í næst neðsta sæti deildarinnar með átta stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.