Innlent

Nokkrar til­kynningar um grun­sam­legar manna­ferðir

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni í nótt.
Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm

Nokkuð hefur verið tilkynnt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu um grunsamlegar mannaferðir í nótt.

Í tilkynningu frá lögreglu er því beint til íbúa höfuðborgarsvæðisins að gæta vel að eignum sínum og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir tjón vegna þjófnaðar.

Annars segir að rólegt hafi verið á næturvaktinni. Þó hafi verið tilkynnt um eitt innbrot í ökutæki í miðborginni en bíllinn hafi verið staðsettur í bílastæðahúsi.

„Lögregla fann stuttu síðar alla þá muni sem stolið hafði verið í nágrenni við brotavettvanginn. Flest öll önnur verkefni voru aðstoðarbeiðnir,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.