Innlent

Nokkrar til­kynningar um grun­sam­legar manna­ferðir

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni í nótt.
Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm
Nokkuð hefur verið tilkynnt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu um grunsamlegar mannaferðir í nótt.Í tilkynningu frá lögreglu er því beint til íbúa höfuðborgarsvæðisins að gæta vel að eignum sínum og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir tjón vegna þjófnaðar.Annars segir að rólegt hafi verið á næturvaktinni. Þó hafi verið tilkynnt um eitt innbrot í ökutæki í miðborginni en bíllinn hafi verið staðsettur í bílastæðahúsi.„Lögregla fann stuttu síðar alla þá muni sem stolið hafði verið í nágrenni við brotavettvanginn. Flest öll önnur verkefni voru aðstoðarbeiðnir,“ segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.