Lífið

Segir fósturmissinn hafa verið rosalega mikinn skell

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva Ruza á í dag tvíbura með eiginmanni sínum Sigurður Þór en það tók nokkur ár að verða ófrísk.
Eva Ruza á í dag tvíbura með eiginmanni sínum Sigurður Þór en það tók nokkur ár að verða ófrísk. vísir/vilhelm
Eva Ruza Miljevic er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún er án efa ein hressasta og skemmtilega kona landsins. Hún hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og starfar í dag sem blómasali, veislustjóri og kynnir og er að byrja með sinn eigin sjónvarpsþátt. Hún er gift Sigurði Þór Þórssyni og hafa þau verið saman í um tuttugu ár.

Saman eignuðust þau tvíbura árið 2009 og gekk það ekki áfallalaust fyrir sig að verða ólétt.

„Við vorum bara nýbúinn að gifta okkur og langaði okkur að fara eignast börn,“ segir Eva Ruza.

„Maður heldur alltaf að þetta muni bara gerast einn, tveir og bingó. Maður á bara ástarfund og verður síðan bara ólétt af barni í níu mánuði. En þú veist aldrei hvernig gangur lífsins er. Svo byrjum við að reyna eignast barn og ég verð ófrísk. Svo missi ég það fóstur og það var rosalega mikill skellur.“



Klippa: Einkalífið - Eva Ruza Miljevic
Hún segir að enginn í kringum hana hafi verið að tala um fósturmissi og þetta hafi komið henni algjörlega í opna skjöldu.

„Ég hugsaði strax að ég væri sú eina af mínum vinkonum sem hefði upplifað svona og þetta er mikill og erfiður sársauki. Þú ert strax komin níu mánuði fram í tímann þegar þú færð jákvætt þungunapróf.  En svolítið eins og ég og Siggi erum þá héldum við bara áfram. Það þýðir ekkert að dvelja í sorginni þegar maður er búin að vinna úr henni. Svo eftir tvö ár verð ég aftur ófrísk og við missum aftur fóstur,“ segir Eva en þau tóku í framhaldinu ákvörðun að fara í skoðun.

„Þar kom í ljós að það var allt í lagi með okkur bæði en það vantaði eitthvað hjá mér sem heldur fóstri. Það er mjög auðvelt að eiga við það en við fórum í svokallaða tæknisæðingu sem er einfaldasta ferlið og það heppnaðist í þriðju tilraun og það voru tvíburarnir okkar.“

Í þættinum ræðir Eva einnig um feril sinn á samfélagsmiðlum, um sjónvarpsþátt sem hún er að byrja með á nýju ári, hversu seinheppin hún getur verið, lífsgleðina sem hefur fleytt henni áfram í lífinu, um áhugan á Hollywood og um erfileika þeirra hjóna að eignast börn.


Tengdar fréttir

Átröskunin heltók stóran kafla af lífinu mínu

Vala Kristín Eiríksdóttir er ung og efnileg leikkona sem hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir flotta frammistöðu í leiklistarsenunni hér á landi. Vala er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Er mjög misskilin manneskja

Manúela Ósk Harðardóttir vakti fyrst athygli hér á landi árið 2002 þegar hún varð Ungfrú Ísland, aðeins 18 ára gömul. Síðan þá hefur Manúela verið áberandi hér á landi og jafnvel víðar. Hún hefur verið töluvert búsett í Bandaríkjunum en býr í dag í Hafnarfirðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×