Erlent

Tánings­stúlka lést þegar brú hrundi í Frakk­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Brúin var síðast gerð upp árið 2003.
Brúin var síðast gerð upp árið 2003. epa

Fimmtán ára stúlka lést og óttast að einhverra sé saknað eftir að hengibrú hrundi, norður af borginni Toulouse í suðvesturhluta Frakklands í morgun.

Nokkur ökutæki fóru í ána Tarn, nærri bænum Mirepoix-sur-Tarn, þegar brúin hrundi klukkan átta í morgun að staðartíma.

Brúin var 155 metrar að lengd og sjö metrar að breidd og var síðast gerð upp árið 2003. Fjórum var bjargað í brúarhruninu og stendur leit enn yfir að fólki sem kann að hafa farið í ána. Óljósar upplýsingar hafa borist um fjölda þeirra ökutækja sem voru á brúnni þegar hún hrundi.

Lögregla hefur hafið rannsókn á málinu, en tugir björgunarmanna hafa verið að störfum á svæðinu í allan dag.

EPA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.