Fótbolti

Í beinni í dag: Þýskaland og úrslitaleikur í Wales

Anton Ingi Leifsson skrifar
Toni Kroos og Gareth Bale verða í eldlínunni í kvöld.
Toni Kroos og Gareth Bale verða í eldlínunni í kvöld. vísir/getty/skjáskot

Tveir leikir eru í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld en í öðrum þeirra ræðst hvaða lið tryggir sér sæti á EM 2020.

Í Þýskalandi spila heimamenn gegn Norður-Írlandi. Norður-Írarnir voru lengi vel inni í riðlinum en þeir enda í 3. sætinu. Þjóðverjar eru nú þegar komnir á EM og taka toppsætið með sigri í kvöld.

Það verður allt undir í Wales. Heimamenn taka þar á móti Ungverjalandi en leikurinn er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið verður með á Evrópumótinu næsta sumar.

Ungverjunum dugir jafntefli en allar skærustu stjörnur eru klárar í slaginn hjá Wales sem þarf þrjú stig og ekkert annað.

Eftir leiki kvöldsins verður svo markasyrpu þáttur með mörkunum úr öllum þeim tíu leikjum sem fara fram í undankeppninni í kvöld.

Beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér, á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar í dag:
19.35 Þýskaland - Norður Írland (Stöð 2 Sport)
19.35 Wales - Ungverjaland (Stöð 2 Sport 2)
21.45 Undankeppni EM - mörkin (Stöð 2 Sport)

Leikirnir


    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

    Fleiri fréttir

    Sjá meira


    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.