Handbolti

Sportpakkinn: Dramatík í Krikanum

Guðjón Guðmundsson skrifar
Einar Rafn skoraði átta mörk fyrir FH.
Einar Rafn skoraði átta mörk fyrir FH. vísir/vilhelm

Það var mikil dramatík þegar FH og Stjarnan skildu jöfn, 26-26, í Kaplakrika í Olís-deild karla í gærkvöldi.

Stjarnan spilaði frábæran varnarleik í fyrri hálfleik og FH-ingar réðu lítið við framliggjandi vörn gestanna úr Garðabænum.

Ólafur Bjarki Ragnarsson fór mikinn í liði Stjörnunnar, skoraði glæsileg mörk og gestirnir voru yfir að loknum fyrri hálfleik, 13-17.

FH náði betri takti í seinni hálfleik, náðu að jafna metin og komast yfir, 23-22. Ólafur Bjarki fór meiddur af velli í stöðunni 24-24, þegar rétt um sjö mínútur voru eftir. Markvörðurinn Brynjar Darri Baldursson fór einnig meiddur af velli í liði Stjörnunnar.

Lokakaflinn var æsispennandi og dramatíkin mikil. Andri Þór Helgason kom Stjörnunni yfir, 25-26, en Birgir Már Birgisson jafnaði fyrir FH, 26-26.

Einar Rafn Eiðsson og Ásbjörn Friðriksson voru markahæstir FH-inga með átta mörk hvor. FH er með tólf stig í 5. sæti deildarinnar.

Andri skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Ólafur Bjarki sex. Stjarnan er með sex stig í 10. sæti.

Klippa: Sportpakkinn: Dramatík í Krikanum
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.