Handbolti

Sportpakkinn: Dramatík í Krikanum

Guðjón Guðmundsson skrifar
Einar Rafn skoraði átta mörk fyrir FH.
Einar Rafn skoraði átta mörk fyrir FH. vísir/vilhelm
Það var mikil dramatík þegar FH og Stjarnan skildu jöfn, 26-26, í Kaplakrika í Olís-deild karla í gærkvöldi.Stjarnan spilaði frábæran varnarleik í fyrri hálfleik og FH-ingar réðu lítið við framliggjandi vörn gestanna úr Garðabænum.Ólafur Bjarki Ragnarsson fór mikinn í liði Stjörnunnar, skoraði glæsileg mörk og gestirnir voru yfir að loknum fyrri hálfleik, 13-17.FH náði betri takti í seinni hálfleik, náðu að jafna metin og komast yfir, 23-22. Ólafur Bjarki fór meiddur af velli í stöðunni 24-24, þegar rétt um sjö mínútur voru eftir. Markvörðurinn Brynjar Darri Baldursson fór einnig meiddur af velli í liði Stjörnunnar.Lokakaflinn var æsispennandi og dramatíkin mikil. Andri Þór Helgason kom Stjörnunni yfir, 25-26, en Birgir Már Birgisson jafnaði fyrir FH, 26-26.Einar Rafn Eiðsson og Ásbjörn Friðriksson voru markahæstir FH-inga með átta mörk hvor. FH er með tólf stig í 5. sæti deildarinnar.Andri skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Ólafur Bjarki sex. Stjarnan er með sex stig í 10. sæti.

Klippa: Sportpakkinn: Dramatík í Krikanum
 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.