Handbolti

Seinni bylgjan: Vel útfærð lokasókn FH-inga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eins og í síðustu leikjum Stjörnunnar voru lokamínúturnar gegn FH í lokaleik 10. umferðar Olís-deildar karla í gær gríðarlega spennandi.Andri Þór Helgason kom Stjörnunni í 25-26 með marki úr vinstra horninu eftir sendingu Tandra Más Konráðssonar.FH tók leikhlé þegar 26 sekúndur voru eftir af leiknum og Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, stillti upp í leikkerfi sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru hrifnir af.FH opnaði hægra hornið fyrir Birgi Má Birgisson sem fór í gegn og skoraði jöfnunarmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Lokatölur 26-26.„FH-ingar hafa spilað þetta svolítið, sérstaklega í seinni bylgju, taka markvörðinn út af og reyna að koma liðum á óvart,“ sagði Halldór Sigfússon í Seinni bylgjunni í gær.„Það var flott að setja upp í þetta, það heppnaðist og þeir fengu gott stig út úr leiknum.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.