Handbolti

Seinni bylgjan: Vel útfærð lokasókn FH-inga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Eins og í síðustu leikjum Stjörnunnar voru lokamínúturnar gegn FH í lokaleik 10. umferðar Olís-deildar karla í gær gríðarlega spennandi.

Andri Þór Helgason kom Stjörnunni í 25-26 með marki úr vinstra horninu eftir sendingu Tandra Más Konráðssonar.

FH tók leikhlé þegar 26 sekúndur voru eftir af leiknum og Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, stillti upp í leikkerfi sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru hrifnir af.

FH opnaði hægra hornið fyrir Birgi Má Birgisson sem fór í gegn og skoraði jöfnunarmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Lokatölur 26-26.

„FH-ingar hafa spilað þetta svolítið, sérstaklega í seinni bylgju, taka markvörðinn út af og reyna að koma liðum á óvart,“ sagði Halldór Sigfússon í Seinni bylgjunni í gær.

„Það var flott að setja upp í þetta, það heppnaðist og þeir fengu gott stig út úr leiknum.“

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.