Á góðri leið með að verða fyrsta mamman til að keppa á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 23:00 Kara Saunders með stelpuna sína. Mynd/Instagram/karasaundo Kara Saunders ætlar sér að skrifa söguna á heimsleikunum í CrossFit á næsta ári. Hin ástralska Kara Saunders er að standa sig vel í CrossFit Open í ár og er á mjög góðri leið með að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum í Madison í ágúst 2020. Kara Saunders hefur keppt á sjö heimsleikum til þessa og var meðal sjö efstu kvenna á fjórum heimsleikum í röð frá 2015 til 2018 þar á meðal í öðru sæti 2017. Kara keppti ekki á leikunum í ár enda með hina fullkomna afsökun. Hún var í barneignarfríi. Kara Saunders eignaðist Scotti fyrir aðeins fimm mánuðum síðan en er engu að síður kominn í frábært form eins og hún hefur sýnst í fyrstu þremur hlutunum í CrossFit Open. Kara Saunders er eins og er í 23. sæti meðal CrossFit kvennanna eftir 20.3 en í fyrra komust 35 efstu konurnar áfram. Þetta lítur því mjög vel út hjá nýju mömmunni.Með því að tryggja sig inn á heimsleikana yrði hún fyrsta konan til að taka þátt í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit. Kara Saunders er líka í baráttu um landstitil Ástrala en þar er hún reyndar að keppa við þrefaldan heimsmeistara, Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey er með fimm stiga forskot eftir þrjá fyrstu hlutana af fimm. „Ég var með engar væntingar varðandi The Open enda átti ég mitt fyrsta barn fyrir aðeins fimm mánuðum,“ sagði Kara Saunders í viðtali við Morning Chalk Up.“She’s back! … This is (Kara Saunders’) first Open since giving birth, leaving many of us wondering how she’s approaching it and whether she’s trying to make it back to the Games.” —@TheWODLifehttps://t.co/A0pj5TIq2X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2019 „Ég hins vegar áttaði mig fljótt á því að ég er bara tengd á einn hátt. Ég þekki það ekki að dýfa litlu dá í. Ég elska að keppa og lét bara vaða á fullu,“ sagði Kara Saunders. Kara Saunders náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2018 en lét síðan vita af því fyrir Open í fyrra að hún og maðurinn hennar, Matt, ættu von á sínu fyrsta barni. Dóttirin Scotti Madison fæddist síðan í maí. „Ég hef ekki tekið neina áhættu eða gert eitthvað óskynsamlegt. Ég hef aftur á móti tekið vel á því og reynt mitt besta. Það kom mér á óvart hversu langt ég er komin á þessum tímapunkti en ég hefði heldur ekki sætt mig við neitt minna,“ sagði Kara Saunders í viðtalinu við Morning Chalk Up. CrossFit Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjá meira
Kara Saunders ætlar sér að skrifa söguna á heimsleikunum í CrossFit á næsta ári. Hin ástralska Kara Saunders er að standa sig vel í CrossFit Open í ár og er á mjög góðri leið með að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum í Madison í ágúst 2020. Kara Saunders hefur keppt á sjö heimsleikum til þessa og var meðal sjö efstu kvenna á fjórum heimsleikum í röð frá 2015 til 2018 þar á meðal í öðru sæti 2017. Kara keppti ekki á leikunum í ár enda með hina fullkomna afsökun. Hún var í barneignarfríi. Kara Saunders eignaðist Scotti fyrir aðeins fimm mánuðum síðan en er engu að síður kominn í frábært form eins og hún hefur sýnst í fyrstu þremur hlutunum í CrossFit Open. Kara Saunders er eins og er í 23. sæti meðal CrossFit kvennanna eftir 20.3 en í fyrra komust 35 efstu konurnar áfram. Þetta lítur því mjög vel út hjá nýju mömmunni.Með því að tryggja sig inn á heimsleikana yrði hún fyrsta konan til að taka þátt í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit. Kara Saunders er líka í baráttu um landstitil Ástrala en þar er hún reyndar að keppa við þrefaldan heimsmeistara, Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey er með fimm stiga forskot eftir þrjá fyrstu hlutana af fimm. „Ég var með engar væntingar varðandi The Open enda átti ég mitt fyrsta barn fyrir aðeins fimm mánuðum,“ sagði Kara Saunders í viðtali við Morning Chalk Up.“She’s back! … This is (Kara Saunders’) first Open since giving birth, leaving many of us wondering how she’s approaching it and whether she’s trying to make it back to the Games.” —@TheWODLifehttps://t.co/A0pj5TIq2X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2019 „Ég hins vegar áttaði mig fljótt á því að ég er bara tengd á einn hátt. Ég þekki það ekki að dýfa litlu dá í. Ég elska að keppa og lét bara vaða á fullu,“ sagði Kara Saunders. Kara Saunders náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2018 en lét síðan vita af því fyrir Open í fyrra að hún og maðurinn hennar, Matt, ættu von á sínu fyrsta barni. Dóttirin Scotti Madison fæddist síðan í maí. „Ég hef ekki tekið neina áhættu eða gert eitthvað óskynsamlegt. Ég hef aftur á móti tekið vel á því og reynt mitt besta. Það kom mér á óvart hversu langt ég er komin á þessum tímapunkti en ég hefði heldur ekki sætt mig við neitt minna,“ sagði Kara Saunders í viðtalinu við Morning Chalk Up.
CrossFit Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjá meira