Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 08:30 Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. Úr einkasafni „Ég, landsliðskona í fimleikum og afreksíþróttakona, á erfiðara með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Skekkja? Fleira íþróttafólk sem tengir?“ skrifaði Sólveig Bergsdóttir í færslu á Twitter um helgina. Hún hefur fengið mjög sterk viðbrögð og segir í samtali við Vísi að það sé greinilegt að mikið af afreksíþróttafólki tengi við þetta. „Ég var í samstarfi við fyrirtæki 2016 og 2017 og sótti svo um framlengingu á því 2018 og fékk höfnun. Ég var að fara að keppa á Evrópumóti svo það var ekki eins og það væri ekkert á döfinni hjá mér,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Sólveig keppir með Stjörnunni og er einnig í kvennalandsliði Íslands í fimleikum. Hún hefur upplifað það þannig að eftir að áhrifavaldar byrjuðu að fá samninga við fyrirtæki, til dæmis tengd heilsu, hafi afreksíþróttafólk átt erfiðara með að safna styrkjum í tengslum við sína íþróttaiðkun, ferðalög á mót erlendis og þess háttar. „Þetta er náttúrulega bara matsatriði hjá mér en mér finnst að þegar ég er kannski að horfa á stelpur sem eru bara í ræktinni, sem eru á styrkjum hjá heilsu- og íþróttafyrirtækjum, þá hugsar maður: „Af hverju gátu þeir ekki styrkt íþróttamann í staðinn?“ Ég hef verið að fylgjast með þessu á samfélagsmiðlum og finnst þetta frekar algengt.“Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag.Mynd/Úr einkasafniFyrirtæki kjósa þennan valkost Að hennar mati er oft um að ræða styrki sem gætu létt mjög undir með afreksíþróttafólki eins og tengt æfingafatnaði, íþróttaskóm, vítamínum, fæðubótaefnum, hollum mat eða öðru. „Ég sat heima hjá mér að skoða stories á Instagram og var að fylgjast með stelpum, sem hafa örugglega aldrei þurft að borga 200.000 króna keppnisferð eitthvert eða landsliðsgalla eða eitthvað, taka upp gjafapoka frá Nike. Það kom bara upp smá hiti í mig, að þetta sé svona. Af hverju það er svona mikil skekkja í því að íþróttafólk þurfi að hafa svona rosalega mikið fyrir því að fá styrki þegar við erum að æfa líka 20 til 25 tíma á viku og reyna að vinna til þess að ná endum saman og til þess að borga fyrir ferðirnar okkar.“ Sólveig segir að það sé mjög erfitt, nánast ómögulegt, að fá peningastyrki en vörstyrkir geti samt breytt miklu fyrir afreksíþróttafólk. „Þangað til að áhrifavaldar urðu svona áberandi í samfélaginu og á samfélagsmiðlum var miklu auðveldara fyrir íþróttafólk að fá vörustyrki. Einhver benti á það við færsluna mína að þetta fólk væri í rauninni að vinna við þetta, þetta væri vinnan þeirra að auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. Fyrirtæki kjósa frekar að fara í þá átt heldur en að auglýsa vöruna sína hjá einhverjum sem að þau geta verið stolt af því að sé að nota vöruna.“Ég, landsliðskona í fimleikum og afreks íþróttakona, á erfiðra með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Skekkja? Fleira íþróttafólk sem tengir? — Solveig Bergsdottir (@sollabergs) November 1, 2019Veldur gremju Á meðal þeirra sem tóku undir með Sólveigu í athugasemdum við færsluna voru Arna Stefanía Guðmundsdóttir Norðurlanda- og Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum og Sif Atladóttir landsliðskona í knattspyrnu. Ólympíufarinn Brynjar Jökull Guðmundsson skrifaði við færsluna að flest afreksíþróttafólk hjá öllum sérsamböndum tengi við skrif Sólveigar og að þetta væri „galið.“ Brynjar Jökull var einn fremsti skíðakappi landsins og keppti á mörgum stórmótum fyrir Íslands hönd. „Ég fékk miklar viðtökur. Ég er frekar ný á Twitter og ekki með mikinn fylgjendahóp þar, ég er kannski með fleiri á Instagram en það eru bara myndir, þar er ekki jafn mikil umræða. Þetta náði til margra og margir í sérsamböndum sem að þekkja þetta. Þetta vekur hjá manni smá gremju, maður er kannski fulltrúi Íslands á einhverjum stórum vettvangi og það er kannski út um allt í fréttunum og maður er ekkert að biðja um eitthvað mikið. Maður er kannski að biðja um ár af einhverjum vítamínum en ekki milljón í ferðastyrk.Sólveig segir að hún hafi fengið mikil viðbrögð við færslu sinni á Twitter.Mynd/Úr einkasafniSólveig segir að það myndi hjálpa mikið að vera í samstarfi sem gæti létt undir með kostnaðinn tengdan fimleikunum, eins og til dæmis varðandi sjúkraþjálfun, æfingaskó eða annað. Hún vildi með færslunni ekki setja út á áhrifavalda heldur einfaldlega opna þessa umræðu. „Þetta var ekki meint sem ádeila á fyrirtæki á Íslandi heldur meira svona almennt. Það er eitthvað rangt við það að sjá krakka skrá sig sem áhrifavaldur og fá allt þetta upp í hendurnar á meðan íþróttafólk situr heima, sveitt að reyna að vinna einhverja vaktavinnu til þess að komast á Evrópumót.“Áhrifavaldar fara ekki í lyfjapróf Þegar hún var sjálf með vörustyrk nýtti hún þann styrk vel og notaði vörurnar frá fyrirtækinu svo hún fann mikinn mun á þeim kostnaðarliðum hjá sér. „Ég held að þetta myndi muna miklu fyrir mann, þó að það væri ekki nema einn aðili,“ segir Sólveig. Hugsanlega er þetta alveg eins á öðrum sviðum, áhrifavaldar fái myndavélar að gjöf frekar en ljósmyndarar og svo framvegis. „Það er mjög skrítið að hugsa til þess að fólk sem hefði miklu meiri not fyrir hlutina og gæti verið miklu sterkari auglýsing fyrir fyrirtæki og vöruna, þau eru ekki að fá að nota vörurnar heldur bara fólk sem að vinnur við að opna einhverja pakka á myndbandi.“ Sólveig segir að sjálf myndi hún sem íþróttakona alltaf frekar velja að nota vörur sem að annað íþróttafólk kjósi að nota, frekar en einhver áhrifavaldur. „Það skiptir kannski áhrifavald engu máli hvort að próteinið sem hún er að borða sé hreint eða ekki, hún er ekki að fara í lyfjapróf á næsta Evrópumóti.“En getur verið að þetta sé svona af því að það skili meiri sölutekjum fyrir fyrirtæki að láta áhrifavalda sýna vörurnar?„Það er náttúrulega mjög góð spurning af því að þau eru auðvitað búin að gera einhverja rannsóknarvinnu á því hvað skilar þeim mestum tekjum, auglýsingatekjum og svo framvegis. Þannig að það getur vel verið, eða hvort það nái betur til almúgans þegar það er bara bloggari, einhver venjuleg stelpa að nota vörurnar,“ segir Sólveig. Hún vonar að einhver umræða vakni um þetta, sem geti kannski hjálpað einhverju íþróttafólki. Fimleikar Heilsa Samfélagsmiðlar Viðtal Tengdar fréttir Ritstjóri Tekjublaðsins segir um viðkvæmar upplýsingar að ræða Trausti deilir ekki einarðri andstöðu Björgvins fyrrum kollega síns gegn birtingu upplýsinganna. 20. ágúst 2019 13:08 Bryndís segir nekt ákveðið frelsi: „Læk láta öllum líða vel“ Samfélagsmiðlastjarnan og sálfræðineminn Bryndís Líf hefur vakið mikla athygli fyrir myndir sem hún birti af sjálfri sér á samfélagsmiðlinum Instagram en Bryndís hefur ögrað stjórnendum miðlanna með myndum af sér þar sem hún sýnir brjóstin á sér, allt nema geirvörturnar. 3. október 2019 10:00 300 þúsund króna peysa Herra Hnetusmjörs Klárlega besta markaðsstönt ársins, segir Bjarni Ákason framkvæmdastjóri um frammistöðu rapparans Herra Hnetusmjörs í Garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt. 26. ágúst 2019 14:16 BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira
„Ég, landsliðskona í fimleikum og afreksíþróttakona, á erfiðara með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Skekkja? Fleira íþróttafólk sem tengir?“ skrifaði Sólveig Bergsdóttir í færslu á Twitter um helgina. Hún hefur fengið mjög sterk viðbrögð og segir í samtali við Vísi að það sé greinilegt að mikið af afreksíþróttafólki tengi við þetta. „Ég var í samstarfi við fyrirtæki 2016 og 2017 og sótti svo um framlengingu á því 2018 og fékk höfnun. Ég var að fara að keppa á Evrópumóti svo það var ekki eins og það væri ekkert á döfinni hjá mér,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Sólveig keppir með Stjörnunni og er einnig í kvennalandsliði Íslands í fimleikum. Hún hefur upplifað það þannig að eftir að áhrifavaldar byrjuðu að fá samninga við fyrirtæki, til dæmis tengd heilsu, hafi afreksíþróttafólk átt erfiðara með að safna styrkjum í tengslum við sína íþróttaiðkun, ferðalög á mót erlendis og þess háttar. „Þetta er náttúrulega bara matsatriði hjá mér en mér finnst að þegar ég er kannski að horfa á stelpur sem eru bara í ræktinni, sem eru á styrkjum hjá heilsu- og íþróttafyrirtækjum, þá hugsar maður: „Af hverju gátu þeir ekki styrkt íþróttamann í staðinn?“ Ég hef verið að fylgjast með þessu á samfélagsmiðlum og finnst þetta frekar algengt.“Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag.Mynd/Úr einkasafniFyrirtæki kjósa þennan valkost Að hennar mati er oft um að ræða styrki sem gætu létt mjög undir með afreksíþróttafólki eins og tengt æfingafatnaði, íþróttaskóm, vítamínum, fæðubótaefnum, hollum mat eða öðru. „Ég sat heima hjá mér að skoða stories á Instagram og var að fylgjast með stelpum, sem hafa örugglega aldrei þurft að borga 200.000 króna keppnisferð eitthvert eða landsliðsgalla eða eitthvað, taka upp gjafapoka frá Nike. Það kom bara upp smá hiti í mig, að þetta sé svona. Af hverju það er svona mikil skekkja í því að íþróttafólk þurfi að hafa svona rosalega mikið fyrir því að fá styrki þegar við erum að æfa líka 20 til 25 tíma á viku og reyna að vinna til þess að ná endum saman og til þess að borga fyrir ferðirnar okkar.“ Sólveig segir að það sé mjög erfitt, nánast ómögulegt, að fá peningastyrki en vörstyrkir geti samt breytt miklu fyrir afreksíþróttafólk. „Þangað til að áhrifavaldar urðu svona áberandi í samfélaginu og á samfélagsmiðlum var miklu auðveldara fyrir íþróttafólk að fá vörustyrki. Einhver benti á það við færsluna mína að þetta fólk væri í rauninni að vinna við þetta, þetta væri vinnan þeirra að auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. Fyrirtæki kjósa frekar að fara í þá átt heldur en að auglýsa vöruna sína hjá einhverjum sem að þau geta verið stolt af því að sé að nota vöruna.“Ég, landsliðskona í fimleikum og afreks íþróttakona, á erfiðra með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Skekkja? Fleira íþróttafólk sem tengir? — Solveig Bergsdottir (@sollabergs) November 1, 2019Veldur gremju Á meðal þeirra sem tóku undir með Sólveigu í athugasemdum við færsluna voru Arna Stefanía Guðmundsdóttir Norðurlanda- og Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum og Sif Atladóttir landsliðskona í knattspyrnu. Ólympíufarinn Brynjar Jökull Guðmundsson skrifaði við færsluna að flest afreksíþróttafólk hjá öllum sérsamböndum tengi við skrif Sólveigar og að þetta væri „galið.“ Brynjar Jökull var einn fremsti skíðakappi landsins og keppti á mörgum stórmótum fyrir Íslands hönd. „Ég fékk miklar viðtökur. Ég er frekar ný á Twitter og ekki með mikinn fylgjendahóp þar, ég er kannski með fleiri á Instagram en það eru bara myndir, þar er ekki jafn mikil umræða. Þetta náði til margra og margir í sérsamböndum sem að þekkja þetta. Þetta vekur hjá manni smá gremju, maður er kannski fulltrúi Íslands á einhverjum stórum vettvangi og það er kannski út um allt í fréttunum og maður er ekkert að biðja um eitthvað mikið. Maður er kannski að biðja um ár af einhverjum vítamínum en ekki milljón í ferðastyrk.Sólveig segir að hún hafi fengið mikil viðbrögð við færslu sinni á Twitter.Mynd/Úr einkasafniSólveig segir að það myndi hjálpa mikið að vera í samstarfi sem gæti létt undir með kostnaðinn tengdan fimleikunum, eins og til dæmis varðandi sjúkraþjálfun, æfingaskó eða annað. Hún vildi með færslunni ekki setja út á áhrifavalda heldur einfaldlega opna þessa umræðu. „Þetta var ekki meint sem ádeila á fyrirtæki á Íslandi heldur meira svona almennt. Það er eitthvað rangt við það að sjá krakka skrá sig sem áhrifavaldur og fá allt þetta upp í hendurnar á meðan íþróttafólk situr heima, sveitt að reyna að vinna einhverja vaktavinnu til þess að komast á Evrópumót.“Áhrifavaldar fara ekki í lyfjapróf Þegar hún var sjálf með vörustyrk nýtti hún þann styrk vel og notaði vörurnar frá fyrirtækinu svo hún fann mikinn mun á þeim kostnaðarliðum hjá sér. „Ég held að þetta myndi muna miklu fyrir mann, þó að það væri ekki nema einn aðili,“ segir Sólveig. Hugsanlega er þetta alveg eins á öðrum sviðum, áhrifavaldar fái myndavélar að gjöf frekar en ljósmyndarar og svo framvegis. „Það er mjög skrítið að hugsa til þess að fólk sem hefði miklu meiri not fyrir hlutina og gæti verið miklu sterkari auglýsing fyrir fyrirtæki og vöruna, þau eru ekki að fá að nota vörurnar heldur bara fólk sem að vinnur við að opna einhverja pakka á myndbandi.“ Sólveig segir að sjálf myndi hún sem íþróttakona alltaf frekar velja að nota vörur sem að annað íþróttafólk kjósi að nota, frekar en einhver áhrifavaldur. „Það skiptir kannski áhrifavald engu máli hvort að próteinið sem hún er að borða sé hreint eða ekki, hún er ekki að fara í lyfjapróf á næsta Evrópumóti.“En getur verið að þetta sé svona af því að það skili meiri sölutekjum fyrir fyrirtæki að láta áhrifavalda sýna vörurnar?„Það er náttúrulega mjög góð spurning af því að þau eru auðvitað búin að gera einhverja rannsóknarvinnu á því hvað skilar þeim mestum tekjum, auglýsingatekjum og svo framvegis. Þannig að það getur vel verið, eða hvort það nái betur til almúgans þegar það er bara bloggari, einhver venjuleg stelpa að nota vörurnar,“ segir Sólveig. Hún vonar að einhver umræða vakni um þetta, sem geti kannski hjálpað einhverju íþróttafólki.
Fimleikar Heilsa Samfélagsmiðlar Viðtal Tengdar fréttir Ritstjóri Tekjublaðsins segir um viðkvæmar upplýsingar að ræða Trausti deilir ekki einarðri andstöðu Björgvins fyrrum kollega síns gegn birtingu upplýsinganna. 20. ágúst 2019 13:08 Bryndís segir nekt ákveðið frelsi: „Læk láta öllum líða vel“ Samfélagsmiðlastjarnan og sálfræðineminn Bryndís Líf hefur vakið mikla athygli fyrir myndir sem hún birti af sjálfri sér á samfélagsmiðlinum Instagram en Bryndís hefur ögrað stjórnendum miðlanna með myndum af sér þar sem hún sýnir brjóstin á sér, allt nema geirvörturnar. 3. október 2019 10:00 300 þúsund króna peysa Herra Hnetusmjörs Klárlega besta markaðsstönt ársins, segir Bjarni Ákason framkvæmdastjóri um frammistöðu rapparans Herra Hnetusmjörs í Garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt. 26. ágúst 2019 14:16 BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira
Ritstjóri Tekjublaðsins segir um viðkvæmar upplýsingar að ræða Trausti deilir ekki einarðri andstöðu Björgvins fyrrum kollega síns gegn birtingu upplýsinganna. 20. ágúst 2019 13:08
Bryndís segir nekt ákveðið frelsi: „Læk láta öllum líða vel“ Samfélagsmiðlastjarnan og sálfræðineminn Bryndís Líf hefur vakið mikla athygli fyrir myndir sem hún birti af sjálfri sér á samfélagsmiðlinum Instagram en Bryndís hefur ögrað stjórnendum miðlanna með myndum af sér þar sem hún sýnir brjóstin á sér, allt nema geirvörturnar. 3. október 2019 10:00
300 þúsund króna peysa Herra Hnetusmjörs Klárlega besta markaðsstönt ársins, segir Bjarni Ákason framkvæmdastjóri um frammistöðu rapparans Herra Hnetusmjörs í Garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt. 26. ágúst 2019 14:16
BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25