Sport

Átti ekki að geta gengið aftur en hefur nú klárað tvö maraþonhlaup

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannah Gavios.
Hannah Gavios. Getty/ Noam Galai
Ef það er eitthvað sem Bandaríkjamenn elska þá er það góð endurkomusaga og saga hinnar 26 ára gömlu Hönnuh Gavios á þar svo sannarlega heima.

Hannah Gavios kláraði New York maraþonið á dögunum og það er svo sem ekkert fréttnæmt frekar en tíminn hennar. Saga hennar gerði það aftur á móti að verkum að það var eins og hún hefði unnið hlaupið þegar hún kom í mark.

Hannah Gavios hafði hlaupið mikið alla sína ævi en árið 2016 lenti hún í hræðilegu slysi. Mæna Hönnuh skaddaðist eftir að hún féll 46 metra fram af fjallsbrún.

Hannah Gavios var þar á hlaupum undan manni sem réðst á hana í Tælandi. Hannah Gavios lamaðist við fallið og fékk að vita það frá læknunum að hún myndi aldrei ganga aftur.





Hannah Gavios var hins vegar ekki á því og í fyrra kláraði hún sitt fyrsta New York maraþon. Hannah fór síðan aftur í ár og kláraði að þessu sinni hlaupið á rúmum ellefu klukkutímum. Það má sjá hana koma í mark hér fyrir ofan.

Hannah Gavios fór alla 42 kílómetrana á hækjum. „Eftir að ég meiddist þá sagði ég sjálfri mér það að hverjar sem kringumstæðurnar væru þá væri ég alltaf hlaupari,“ sagði Hannah Gavios sem býr í Astoria í New York fylki.

Hannah Gavios stefnir meira að segja hærra en að klára eitt stykki maraþonhlaup. Hún er með augum á hæsta fjalli Afríku. „Draumur minn er að ganga upp á Kilimanjaro,“ sagði Hannah Gavios.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×