Körfubolti

Njarðvík bætir við sig Bandaríkjamanni sem þjálfarinn þekkir vel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chaz Williams lék átta leiki með Þór tímabilið 2017-18.
Chaz Williams lék átta leiki með Þór tímabilið 2017-18. mynd/stöð 2 sport

Bandaríski leikstjórnandinn Chaz Williams er á leið til Njarðvíkur samkvæmt heimildum Vísis.

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, þekkir vel til Williams en hann þjálfaði hann hjá Þór Þ. á þarsíðasta tímabili.

Þrátt fyrir komu Williams er Bandaríkjamaðurinn Wayne Martin, sem hefur leikið með Njarðvík í upphafi móts, er ekki á förum frá félaginu. Njarðvíkingar verða því með tvo bandaríska leikmenn sem munu skipta mínútum á milli sín.

Williams er 28 ára leikstjórnandi sem lék síðast með Wilki Morskie Szczecin í Póllandi. Hann hefur einnig leikið í Tyrklandi, Sviss og Finnlandi. Williams lék með UMAss háskólanum í Bandaríkjunum á árunum 2011-14.

Williams lék átta leiki með Þór tímabilið 2017-18. Í þeim skoraði hann 15,8 stig, tók 4,3 fráköst og gaf 4,8 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá tilþrif Williams úr leik Þórs og ÍR.

Klippa: Tilþrif Chaz Williams

Þetta er önnur breytingin sem Njarðvík gerir á leikmannahópi sínum eftir að tímabilið hófst. Í síðasta mánuði var litháíski leikstjórnandinn Evaldas Zabas látinn fara. Í staðinn fékk Njarðvík Kyle Williams, Bandaríkjamenn með breskt ríkisfang.

Njarðvík, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð, er í 10. sæti Domino's deildarinnar með tvö stig. Næsti leikur liðsins er gegn Val á föstudaginn.


Tengdar fréttir

Framlengingin: Njarðvík aldrei að fara að falla

Keflvíkingar eru alvöru meistaraefni, Njarðvíkingar falla ekki og bæði Grindvíkingar og Haukar geta farið á flug. Þetta sögðu sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds í Framlengingunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.