Körfubolti

Framlengingin: Njarðvík aldrei að fara að falla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds
Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds s2 sport
Keflvíkingar eru alvöru meistaraefni, Njarðvíkingar falla ekki og bæði Grindvíkingar og Haukar geta farið á flug. Þetta sögðu sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds í Framlengingunni.

Framlengingin er liður þar sem málefni liðinnar stundar eru rædd.

Grindavík er loks komið á sigurbraut og er búið að vinna tvo sigra í röð. Sérfræðingarnir voru á þeim bókunum að Grindvíkingar hefðu efni í að skáka efstu liðunum.

„Þeir eru með einstaklingana, það vantar það ekki,“ sagði Hermann Hauksson.

Njarðvík hefur líka átt í basli en eru þó ekki í hættu á því að falla úr deildinni.

„Þeir eru með allt of mikinn og flottan grunn í það. Þeir þurfa bara að finna sinn takt,“ sagði Fannar Ólafsson.

„Ekki séns þeir séu að fara að falla.“

Hermann Hauksson tók undir það. „Ef ég horfi á Njarðvíkurliðið þá er það aldrei að fara að falla, það er líklegra að þeir spýti í lófana og fari í úrslitakeppnina.“

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Framlengingin: Njarðvík aldrei að fara að falla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×