Körfubolti

Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Logi og félagar í Njarðvík mæta væntanlega Keflavík.
Logi og félagar í Njarðvík mæta væntanlega Keflavík. vísir/ernir
Stórleikur 16-liða úrslita Geysisbikars karla í körfubolta verður væntanlega grannaslagur Njarðvíkur og Keflavíkur. Einum leik í 32-liða úrslitunum er ólokið. Þar mætir topplið Domino's deildar karla, Keflavík, b-liði Þórs Ak.Njarðvík og Keflavík drógust einnig saman í 16-liða úrslitum Geysisbikars kvenna. Dregið var í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag.Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki sækja Snæfell heim. Bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki fá Reyni S. í heimsókn.Í 16-liða úrslitum karla sækja Íslandsmeistar KR Grindavík heim. Þá mætast Þórsliðin frá Þorlákshöfn og Akureyri.Leikirnir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins fara fram 5.-7. desember næstkomandi.16-liða úrslit Geysisbikars karla:

Þór Þ. - Þór Ak.

Grindavík - KR

Vestri - Fjölnir

Stjarnan - Reynir S.

Tindastóll - Álftanes

Valur - Breiðablik

Sindri - Ármann

Njarðvík - Keflavík/Þór Ak. b16-liða úrslit Geysisbikars kvenna:

Njarðvík - Keflavík

Tindastóll - Haukar

Snæfell - Valur

Fjölnir - KRSitja hjá:

Breiðablik

ÍR

Grindavík

Skallagrímur

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.