Körfubolti

Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Logi og félagar í Njarðvík mæta væntanlega Keflavík.
Logi og félagar í Njarðvík mæta væntanlega Keflavík. vísir/ernir

Stórleikur 16-liða úrslita Geysisbikars karla í körfubolta verður væntanlega grannaslagur Njarðvíkur og Keflavíkur. Einum leik í 32-liða úrslitunum er ólokið. Þar mætir topplið Domino's deildar karla, Keflavík, b-liði Þórs Ak.

Njarðvík og Keflavík drógust einnig saman í 16-liða úrslitum Geysisbikars kvenna. Dregið var í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag.

Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki sækja Snæfell heim. Bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki fá Reyni S. í heimsókn.

Í 16-liða úrslitum karla sækja Íslandsmeistar KR Grindavík heim. Þá mætast Þórsliðin frá Þorlákshöfn og Akureyri.

Leikirnir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins fara fram 5.-7. desember næstkomandi.

16-liða úrslit Geysisbikars karla:
Þór Þ. - Þór Ak.
Grindavík - KR
Vestri - Fjölnir
Stjarnan - Reynir S.
Tindastóll - Álftanes
Valur - Breiðablik
Sindri - Ármann
Njarðvík - Keflavík/Þór Ak. b

16-liða úrslit Geysisbikars kvenna:
Njarðvík - Keflavík
Tindastóll - Haukar
Snæfell - Valur
Fjölnir - KR

Sitja hjá:
Breiðablik
ÍR
Grindavík
SkallagrímurAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.