Sport

Rakaði sig tvisvar í sama leiknum | Fékk skilaboð frá Macaulay Culkin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi glæsilega motta skilaði ekki sigri að þessu sinni.
Þessi glæsilega motta skilaði ekki sigri að þessu sinni. vísir/getty
Leikstjórnandi NFL-liðsins Cleveland Browns, Baker Mayfield, er vinsæll í bandarísku íþróttalífi enda sérstakur karakter.Hann fór mjög frumlega leið í síðasta leik Browns er hann vakti athygli fyrir að raka sig ekki einu sinni heldur tvisvar.Mayfield mætti fúlskeggjaður til leiks í Denver en þegar út á völlinn var komið var hann kominn með skegg í anda James Hetfield, söngvara Metallica.Eftir leikinn var hann síðan mættur með grjótharða mottu og þótti minna á karakter Daniel Stern í Home Alone enda jakkinn í þeim anda.Macaulay Culkin, stjarna Home Alone, hafði gaman af þessu og sendi Baker skilaboð þess efnis að hann væri klár í slaginn.Mayfield sagði að hann hefði ekki enn tapað með Hetfield-mottuna en þar sem leikurinn tapaðist hefði hann ekki átt skilið að halda henni. Því fór hann í gömlu, góðu hormottuna.

Tengd skjöl

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.