Sport

Vill frekar lifa eins og prins alla ævi en eins og kóngur meðan hann er í NFL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joejuan Williams hugsar vel um peningana sem hann fær fyrir að spila í NFL-deildinni.
Joejuan Williams hugsar vel um peningana sem hann fær fyrir að spila í NFL-deildinni. Getty/ Steven Ryan
Joejuan Williams er nýliði hjá NFL-meistaraliði New England Patriots en hann er 21 árs og valinn númer 45 í nýliðavalinu í ár.Williams var í þrjú ár í Vanderbilt skólanum áður en hann fór í NFL-deildina en strákurinn silar nú sem bakvörður (Cornerback) í vörn New England Patriots liðsins.Stór hluti þeirra leikmanna sem fara að fá góð laun í NFL-deildinni missa sig oft í eyðslunni, slá um sig og lifa eins og kóngar. Joejuan Williams sýnir hins vegar ótrúlega skynsemi þegar kemur að peningamálum eins og sjá má hér fyrir neðan.Joejuan Williams gerir sér nefnilega grein fyrir því að hann þarf að spara peninginn fyrir framtíðina.„Ég vil frekar lifa eins og prins alla mína ævi en að lifa eins og kóngur á meðan ég er í NFL-deildinni,“ sagði Joejuan Williams í viðtali við Boston Globe.Hann leggur fyrir 90 prósent af launum sínum hjá New England Patriots.

Joejuan Williams fæddist árið 1997 í kántrýborginni Nashville í Tennessee fylki. Hann gat valið úr því að fara í Alabama, Oklahoma, Penn State, Ohio State, og Georgia háskóla en valdi Vanderbilt University.Það kemur kannski ekki á óvart en hann var í hagfræði í Vanderbilt skólanum.

Tengd skjöl

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.