Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 17:00 Vinkonurnar Sólrún (t.v.), Ráðhildur (f.m.) og Margrét (t.h.) voru búnar að koma sér vel fyrir á meðan þær biðu eftir tónleikum Hjaltalín í Listasafni Reykjavíkur. vísir/hallgerður Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. Þetta er fyrsta skiptið sem stöllurnar fara á hátíðina en þær segja allar líkur á því að þær kaupi aftur miða á hátíðina að ári liðnu. „Þessi hátíð er eitthvað til að hlakka til þegar skammdegið er komið og það er ekkert til að hlakka til því það er aðeins of langt í jólin,“ segir Margrét. Vinkonurnar segja hátíðina vera vel til þess fallna að uppgötva nýja tónlistarmenn. Það sé raunar ástæða þess að þær hafi keypt miðana. „Við fórum á Stars and Rabbit áðan sem við vissum ekkert um fyrir og það var geggjað að detta inn á þá tónleika. Það er ástæðan fyrir því að ég keypti miðann, til að finna einhverja nýja tónlist. Svo í gær fórum við á aYia það var ótrúlega gaman! Við vissum ekkert um hana, við vildum bara skoða salinn,“ segir Ráðhildur og bendir í átt að stóra salnum í Listasafninu þar sem tónleikarnir fara fram. Þær hyggjast þó ætla að sjá einhverja vel þekkta listamenn, þar á meðal Sykur, Of Monsters and Men og Svavar Knút. „Hann er að spila svona fimm sinnum á hátíðinni og við ætlum að fara á alla tónleikana,“ segja stelpurnar og hlæja. „Við erum miklir aðdáendur.“ Þá sé áætlunin sú að rölta á milli tónleikastaða, fara á einhverja Off Venue tónleika og kynnast nýjum hljómsveitum. „Við fórum fyrr í kvöld á Off Venue tónleika með Sykur. Það var mjög afslappað og á ótrúlega litlum stað sem var mjög áhugavert,“ segir Sólrún. Hljómsveitin Sykur gaf út þriðju breiðskífuna sína í lok október en þá voru liðin átta ár síðan hljómsveitin gaf út plötu. „Þau voru náttúrlega með Viltu Dick? og Reykjavík sem einkenndu dáldið menntaskólann. Svo var auðvitað að koma út ný plata núna en ég er ekki búin að ná að hlusta mikið á hana.“ „Maður þarf bara að fara heim að læra til að geta sungið með nýju lögunum,“ segir Margrét og uppsker hlátur viðstaddra. Það versta segja þær vera hvað sumir tónleikastaðir eru langt í burtu. „Það versta er að kex er svo ótrúlega langt í burtu en við höldum okkur bara við lítinn hring hérna við listasafnið,“ segir Sólrún. Þær vinkonur hyggjast fara á lokahóf hátíðarinnar sem haldið verður í Vodafone höllinni á laugardaginn en þar munu ýmsir þekktir listamenn stíga á stokk, þar á meðal Daði Freyr og Of Monsters And Men. „Það er auðvitað svolítið út úr en maður nær einhvern vegin að koma sér þangað,“ segir Margrét „Ég hlustaði mjög mikið á fyrstu plötuna sem krakki, það eru víst komnar út þrjár plötur með þeim núna,“ bætir Sólrún við. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. Þetta er fyrsta skiptið sem stöllurnar fara á hátíðina en þær segja allar líkur á því að þær kaupi aftur miða á hátíðina að ári liðnu. „Þessi hátíð er eitthvað til að hlakka til þegar skammdegið er komið og það er ekkert til að hlakka til því það er aðeins of langt í jólin,“ segir Margrét. Vinkonurnar segja hátíðina vera vel til þess fallna að uppgötva nýja tónlistarmenn. Það sé raunar ástæða þess að þær hafi keypt miðana. „Við fórum á Stars and Rabbit áðan sem við vissum ekkert um fyrir og það var geggjað að detta inn á þá tónleika. Það er ástæðan fyrir því að ég keypti miðann, til að finna einhverja nýja tónlist. Svo í gær fórum við á aYia það var ótrúlega gaman! Við vissum ekkert um hana, við vildum bara skoða salinn,“ segir Ráðhildur og bendir í átt að stóra salnum í Listasafninu þar sem tónleikarnir fara fram. Þær hyggjast þó ætla að sjá einhverja vel þekkta listamenn, þar á meðal Sykur, Of Monsters and Men og Svavar Knút. „Hann er að spila svona fimm sinnum á hátíðinni og við ætlum að fara á alla tónleikana,“ segja stelpurnar og hlæja. „Við erum miklir aðdáendur.“ Þá sé áætlunin sú að rölta á milli tónleikastaða, fara á einhverja Off Venue tónleika og kynnast nýjum hljómsveitum. „Við fórum fyrr í kvöld á Off Venue tónleika með Sykur. Það var mjög afslappað og á ótrúlega litlum stað sem var mjög áhugavert,“ segir Sólrún. Hljómsveitin Sykur gaf út þriðju breiðskífuna sína í lok október en þá voru liðin átta ár síðan hljómsveitin gaf út plötu. „Þau voru náttúrlega með Viltu Dick? og Reykjavík sem einkenndu dáldið menntaskólann. Svo var auðvitað að koma út ný plata núna en ég er ekki búin að ná að hlusta mikið á hana.“ „Maður þarf bara að fara heim að læra til að geta sungið með nýju lögunum,“ segir Margrét og uppsker hlátur viðstaddra. Það versta segja þær vera hvað sumir tónleikastaðir eru langt í burtu. „Það versta er að kex er svo ótrúlega langt í burtu en við höldum okkur bara við lítinn hring hérna við listasafnið,“ segir Sólrún. Þær vinkonur hyggjast fara á lokahóf hátíðarinnar sem haldið verður í Vodafone höllinni á laugardaginn en þar munu ýmsir þekktir listamenn stíga á stokk, þar á meðal Daði Freyr og Of Monsters And Men. „Það er auðvitað svolítið út úr en maður nær einhvern vegin að koma sér þangað,“ segir Margrét „Ég hlustaði mjög mikið á fyrstu plötuna sem krakki, það eru víst komnar út þrjár plötur með þeim núna,“ bætir Sólrún við.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00