Innlent

Breski herinn verður með viðveru á Íslandi í fyrsta sinn frá seinna stríði

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Eurofighter Typhoon orrustuþota breska flughersins.
Eurofighter Typhoon orrustuþota breska flughersins. Vísir/Getty

Breski flugherinn, RAF, mun koma til Íslands í annarri viku nóvembermánaðar og sinna loftrýmisgæslu, sem stendur vanalega í þrjár til fjórar vikur. Er það í fyrsta sinn sem Bretar hafa viðveru hér síðan þeir hertóku landið í seinni heimsstyrjöldinni.

Sendar verða orrustuþotur af gerðinni Typhoon, sem þýsku, ítölsku og spænsku loftherirnir nota einnig. Hinar bresku Typhoon vélar eru reglulega notaðar, bæði á Falklandseyjum og í Miðausturlöndum.

Bretar komu hingað þann 10. maí árið 1940 en rúmu ári síðar var samið um að Bandaríkin tækju að sér hervörsluna. Í þorskastríðunum sigldu herskip hennar hátignar inn í íslenska lögsögu til varnar breskum togurum og mættu þá íslenskum varðskipum.

Eftir að bandaríski herinn kvaddi landið 2006 hafa NATO-ríkin skipst á um að sinna loftrýmisgæslu við Ísland, og Bandaríkin langoftast. Árið 2008 var komið að Bretum en hætt var við það vegna Icesave-deilnanna og hryðjuverkalöggjafarinnar sem Bretar settu á Ísland.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.