Handtóku mann sem hljóp nakinn um Reykjavíkurflugvöll Sylvía Hall skrifar 20. október 2019 07:12 Fjölmörg mál komu inn á borð lögreglu í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um nakinn mann sem hljóp um Reykjavíkurflugvöll í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Er hann sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð, grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Í kjölfarið var maðurinn færður á sjúkrastofnun til aðhlynningar vegna ástands. Stuttu síðar handtók lögregla mann í annarlegu ástandi á heilbrigðisstofnun um klukkan ellefu þar sem hann hafði verið til vandræða. Maðurinn fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu og veittist að lögreglumanni þegar átti að vísa honum út. Var hann í kjölfarið vistaður í fangageymslu sökum ástands en þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Á tólfta tímanum var maður handtekinn í gamla Vesturbænum þar sem hann hafði sparkað upp íbúðarhurð og framið eignaspjöll. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Þá var þrennt vistað í fangageymslu eftir að lögreglan stöðvaði stolna bifreið í Hlíðunum. Tveir karlmenn og ein kona voru í bílnum og eru þau grunuð um stuldinn sem og akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu þeirra. Lögreglan hafði afskipti af þónokkrum ökumönnum miðsvæðis í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á áttunda tímanum í gærkvöld var ökumaður til að mynda stöðvaður við Skógarhlíð, grunaður um akstur undir áhrifum og dreifingu og sölu læknalyfja. Fjórir voru stöðvaðir í Breiðholti, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Skömmu fyrir klukkan þrjú handtók lögregla mann í annarlegu ástandi í Efra-Breiðholti en hann er grunaður um brot á vopnalögum, hótanir og vörslu fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu. Á þriðja tímanum í nótt barst lögreglu svo tilkynning um umferðaróhapp í Mosfellsbæ þar sem ekið hafði verið á ljósastaur. Ökumaðurinn sjálfur tilkynnti um óhappið en hann er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu. Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um nakinn mann sem hljóp um Reykjavíkurflugvöll í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Er hann sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð, grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Í kjölfarið var maðurinn færður á sjúkrastofnun til aðhlynningar vegna ástands. Stuttu síðar handtók lögregla mann í annarlegu ástandi á heilbrigðisstofnun um klukkan ellefu þar sem hann hafði verið til vandræða. Maðurinn fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu og veittist að lögreglumanni þegar átti að vísa honum út. Var hann í kjölfarið vistaður í fangageymslu sökum ástands en þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Á tólfta tímanum var maður handtekinn í gamla Vesturbænum þar sem hann hafði sparkað upp íbúðarhurð og framið eignaspjöll. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Þá var þrennt vistað í fangageymslu eftir að lögreglan stöðvaði stolna bifreið í Hlíðunum. Tveir karlmenn og ein kona voru í bílnum og eru þau grunuð um stuldinn sem og akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu þeirra. Lögreglan hafði afskipti af þónokkrum ökumönnum miðsvæðis í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á áttunda tímanum í gærkvöld var ökumaður til að mynda stöðvaður við Skógarhlíð, grunaður um akstur undir áhrifum og dreifingu og sölu læknalyfja. Fjórir voru stöðvaðir í Breiðholti, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Skömmu fyrir klukkan þrjú handtók lögregla mann í annarlegu ástandi í Efra-Breiðholti en hann er grunaður um brot á vopnalögum, hótanir og vörslu fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu. Á þriðja tímanum í nótt barst lögreglu svo tilkynning um umferðaróhapp í Mosfellsbæ þar sem ekið hafði verið á ljósastaur. Ökumaðurinn sjálfur tilkynnti um óhappið en hann er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu.
Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira