Sport

Meiðslavandræði útherja Patriots

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Josh Gordon
Josh Gordon vísir/getty
Útherji New England Patriots, Josh Gordon, verður ekki með liðinu þegar það mætir New York Jets á mánudagskvöld vegna meiðsla.Gordon hefur misst af síðustu þremur æfingum Patriots vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Patriots við New York Giants þann 10. október.Hann meiddist bæði á ökkla og hné en meiðslin eru ekki talin vera alvarleg.Patriots er í nokkrum útherjavandræðum fyrir þennan leik því Julian Edelman og Phillip Dorsett eru báðir tæpir.Edelman fer fyrir liði Patriots með 38 gripna bolta og 449 yarda ásamt því að skora tvö snertimörk það sem af er tímabili. Gordon kemur á eftir honum með eitt snertimark og 287 yarda. Dorsett hefur þrisvar gripið fyrir snertimarki.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.