Sport

Rodgers með stórleik er Green Bay valtaði yfir Raiders

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rodgers skemmti sér konunglega í kvöld.
Rodgers skemmti sér konunglega í kvöld. Vísir/Getty
Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, fór mikinn er lið hans vann Oakland Raiders, lokatölur 42-24. Alls kom leikstjórnandinn að sex snertimörk í leiknum. Oakland Raiders komust óvænt yfir með vallarmarki Daniel Carlson í 1. leikhluta. Forystan entist ekki lengi en Aaron Jones greip sendingu Rodgers skömmu síðars og staðan því 7-3 Green Bay í vil er 1. leikhluta lauk.Oakland komst aftur yfir í 2. leikhluta eftir snertimark frá Foster Moreau, staðan þá 10-7. Tvö snertimörk frá Jamaal Williams og Jake Kumerow fyrir lok 2. leikhluta þýddu að Green Bay voru 21-10 yfir í hálfleik. Rodgers sjálfur skoraði svo snertimark í upphafi síðari hálfleiks áðu ren Darren Waller minnkaði muninn í 28-17. Jimmy Graham kom Green Bay svo í 35-17 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.Marquez Valdes-Scantling kom Green Bay svo í 42-17 í lokaleikhlutanum áður en Darren Waller minnkaði muninn með sínu öðru snerti marki í leiknum, lokatölur 42-24. Packers hafa nú unnið sex af sjö leikjum sínum til þessa á leiktíðinni á meðan Raiders hafa unnið þrjá og tapað þremur.Aðeins tvö lið eru með betri árangur en Green Bay á leiktíðinni. Það eru New England Patriots og San Francisco 49ers, bæði lið með sex sigra í sex leikjum.Önnur úrslit í dag

Houston Texans 23 - 30 Indianapolis Colts

Los Angeles Rams 37 - 10 Atlanta Falcons

Miami Dolphins 21 - 31 Buffalo Bills

Arizona Cardinals 27 - 21 New York Giants

San Francisco 49ers 9 - 0 Washington Redskins

Jacksonwille Jaguars 27 - 17 Cincinnati Bears

Stöðuna í NFL deildinni má sjá hér.

NFL

Tengdar fréttir

Meiðslavandræði útherja Patriots

Útherji New England Patriots, Josh Gordon, verður ekki með liðinu þegar það mætir New York Jets á mánudagskvöld vegna meiðsla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.