Sport

Rodgers með stórleik er Green Bay valtaði yfir Raiders

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rodgers skemmti sér konunglega í kvöld.
Rodgers skemmti sér konunglega í kvöld. Vísir/Getty

Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, fór mikinn er lið hans vann Oakland Raiders, lokatölur 42-24. Alls kom leikstjórnandinn að sex snertimörk í leiknum. 

Oakland Raiders komust óvænt yfir með vallarmarki Daniel Carlson í 1. leikhluta. Forystan entist ekki lengi en Aaron Jones greip sendingu Rodgers skömmu síðars og staðan því 7-3 Green Bay í vil er 1. leikhluta lauk.

Oakland komst aftur yfir í 2. leikhluta eftir snertimark frá Foster Moreau, staðan þá 10-7. Tvö snertimörk frá Jamaal Williams og Jake Kumerow fyrir lok 2. leikhluta þýddu að Green Bay voru 21-10 yfir í hálfleik. 

Rodgers sjálfur skoraði svo snertimark í upphafi síðari hálfleiks áðu ren Darren Waller minnkaði muninn í 28-17. Jimmy Graham kom Green Bay svo í 35-17 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Marquez Valdes-Scantling kom Green Bay svo í 42-17 í lokaleikhlutanum áður en Darren Waller minnkaði muninn með sínu öðru snerti marki í leiknum, lokatölur 42-24. Packers hafa nú unnið sex af sjö leikjum sínum til þessa á leiktíðinni á meðan Raiders hafa unnið þrjá og tapað þremur.

Aðeins tvö lið eru með betri árangur en Green Bay á leiktíðinni. Það eru New England Patriots og San Francisco 49ers, bæði lið með sex sigra í sex leikjum.

Önnur úrslit í dag
Houston Texans 23 - 30 Indianapolis Colts
Los Angeles Rams 37 - 10 Atlanta Falcons
Miami Dolphins 21 - 31 Buffalo Bills
Arizona Cardinals 27 - 21 New York Giants
San Francisco 49ers 9 - 0 Washington Redskins
Jacksonwille Jaguars 27 - 17 Cincinnati Bears
Stöðuna í NFL deildinni má sjá hér.

NFL

Tengdar fréttir

Meiðslavandræði útherja Patriots

Útherji New England Patriots, Josh Gordon, verður ekki með liðinu þegar það mætir New York Jets á mánudagskvöld vegna meiðsla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.