Handbolti

Þrumufleygur Arons og snúningur Sigvalda meðal flottustu marka umferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron skoraði stórglæsilegt mark gegn Paris Saint-Germain á laugardaginn.
Aron skoraði stórglæsilegt mark gegn Paris Saint-Germain á laugardaginn. vísir/getty

Íslendingar skoruðu tvö af fimm flottustu mörkum 5. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Mark Arons Pálmarssonar í sigri Barcelona á Paris Saint-Germain, 36-32, á laugardaginn þótti það næstflottasta í 5. umferðinni.

Aron þrumaði þá boltanum upp í samskeytin framhjá varnarlausum Vincent Gérard í marki PSG. Þetta var eitt fjögurra marka Arons í leiknum. Börsungar eru á toppi A-riðils með átta stig.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði fjórða flottasta mark 5. umferðarinnar fyrir Noregsmeistara Elverum í tapi fyrir Celje, 32-25, í gær.

Sigvaldi fór þá inn úr hægra horninu og sneri boltann skemmtilega framhjá markverði Celje.

Sigvaldi átti stórleik fyrir Elverum og skoraði tíu mörk úr jafnmörgum skotum. Elverum er án stiga í 7. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar.

Mörk Arons og Sigvalda má sjá hér fyrir neðan. Þeir eru báðir í íslenska landsliðinu sem mætir því sænska í vináttulandsleikjum á föstudaginn og sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Tíu mörk Sigvalda dugðu ekki til

Frábær leikur Sigvalda Guðjónssonar gat ekki komið í veg fyrir tap Elverum fyrir Celje Pivovarna Lasko í Meistaradeild Evrópu í handbolta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.