Handbolti

Aron hafð­i bet­ur gegn Guð­jón­i er Barc­el­on­a lagð­i PSG

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðjón Valur (til vinstri) og félagar í PSG máttu þola fjögurra marka tap gegn Barcelona í dag
Guðjón Valur (til vinstri) og félagar í PSG máttu þola fjögurra marka tap gegn Barcelona í dag Vísir/Getty

Barcelona hafði betur gegn Paris Saint-Germain í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur leiksins 36-32 Barcelona í vil en íslensku landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru í eldlínunni.

Gestirnir frá París voru sterkari framan af fyrri hálfleik en það hefur eflaust tekið Barcelona smá tíma að finna ryðmann þar sem þeir jarða einfaldlega hvern mótherjann á fætur öðrum í spænsku deildinni. Heimamenn tóku völdin í stöðunni 12-10 PSG í vil. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og voru á endanum fjórum mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 19-15.

Guðjón Valur og félagar voru í raun aldrei nálægt því að jafna metin í síðari hálfleik en mest náðu Börsungar átta marka forystu. Sigurinn var því aldrei í hættu en lokatölur voru eins og áður kom fram 36-32 Barcelona í vil. Sigurinn þýðir að liðin eru jöfn á toppi A-riðils með átta stig hvort, þar á eftir kemur Flensburg með sjö stig. 

Íslensku landsliðsmennirnir Aron og Guðjón gerðu fjögur mörk hvor í kvöld.
 


Tengdar fréttir

Teitur Örn og Ólafur Andrés fóru mikinn í sigri Kristianstad

Kristianstad vann átta marka sigur á Chekovskiye Medvedi í Meistaradeild Evrópu í handbolta, lokatölur 36-28 en samtals skoruðu Íslendingarnir tveir átta af mörkum liðsins. Þá vann Kiel þriggja marka sigur á Montpellier en Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.