Handbolti

Aron hafð­i bet­ur gegn Guð­jón­i er Barc­el­on­a lagð­i PSG

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðjón Valur (til vinstri) og félagar í PSG máttu þola fjögurra marka tap gegn Barcelona í dag
Guðjón Valur (til vinstri) og félagar í PSG máttu þola fjögurra marka tap gegn Barcelona í dag Vísir/Getty
Barcelona hafði betur gegn Paris Saint-Germain í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur leiksins 36-32 Barcelona í vil en íslensku landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru í eldlínunni.Gestirnir frá París voru sterkari framan af fyrri hálfleik en það hefur eflaust tekið Barcelona smá tíma að finna ryðmann þar sem þeir jarða einfaldlega hvern mótherjann á fætur öðrum í spænsku deildinni. Heimamenn tóku völdin í stöðunni 12-10 PSG í vil. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og voru á endanum fjórum mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 19-15.Guðjón Valur og félagar voru í raun aldrei nálægt því að jafna metin í síðari hálfleik en mest náðu Börsungar átta marka forystu. Sigurinn var því aldrei í hættu en lokatölur voru eins og áður kom fram 36-32 Barcelona í vil. Sigurinn þýðir að liðin eru jöfn á toppi A-riðils með átta stig hvort, þar á eftir kemur Flensburg með sjö stig. Íslensku landsliðsmennirnir Aron og Guðjón gerðu fjögur mörk hvor í kvöld.

 


Tengdar fréttir

Teitur Örn og Ólafur Andrés fóru mikinn í sigri Kristianstad

Kristianstad vann átta marka sigur á Chekovskiye Medvedi í Meistaradeild Evrópu í handbolta, lokatölur 36-28 en samtals skoruðu Íslendingarnir tveir átta af mörkum liðsins. Þá vann Kiel þriggja marka sigur á Montpellier en Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.