Sport

Birti mynd af blindum dómurum á Twitter og fékk stóra sekt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bandaríski fótboltaþjálfarinn Lane Kiffin.
Bandaríski fótboltaþjálfarinn Lane Kiffin. Getty/Mark Brown
Bandaríski fótboltaþjálfarinn Lane Kiffin fann öðruvísi leið til að gagnrýna dómara eftir leik helgarinnar en hann slapp samt ekki við það að fá væna sekt að launum.

Lane Kiffin, sem er þjálfari Florida Atlantic, var mjög ósáttur eftir 36-31 tap á móti Marshall á föstudagskvöldið.

Hann var ósáttur með marga dóma en lið hans fékk meðal á sig níu víti í leiknum. Eftir leikinn þá neitaði hann að tjá sig um dómarana í viðtölum við fjölmiðla af því að hann vildi ekki fá sekt.

Kiffin er ekki þekktur fyrir annað en að láta skoðanir sínar í ljós. Hann passaði sig þarna en menn þurftu samt ekki að bíða lengi.





Þegar Lane Kiffin var kominn heim þá stóðst hann þó ekki freistinguna og setti inn „meme“ á Twitter síðu sína þar sem voru samankomnir blindir dómarar.

Dómarnir voru þrír talsins, allir með blindragleraugu og blindrahunda sér við hlið.

Lane Kiffin hefði kannski sloppið ef hann hefði ekki gengið aðeins lengra og merkt dómarasamtökin.

Dómarasamtökunum var ekki skemmt og sektuðu þjálfarann um fimm þúsund dollara eða um 626 þúsund krónur íslenskar.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×