Fótbolti

Mikael kom Mid­tjylland á bragðið í endur­komu­sigri | Með fjögurra stiga for­skot á FCK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikael fagnar marki fyrr á leiktíðinni.
Mikael fagnar marki fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Mikael Anderson heldur áfram að gera það gott í Danmörku en hann skoraði eitt marka Midtjylland í 2-1 sigri á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrri hálfleikur var leiðinlegur en Randers komst yfir á 54. mínútu eftir darraðadans eftir hornspyrnu.

Sú forysta stóð ekki lengi yfir því fjórum mínútum síðar jafnaði Mikael metin eftir fyrirgjöf Awer Mabil.

Sigurmarkið skoraði svo Jens-Lys Cajuste en skot hans fór af varnarmanni Randers og í netið. Lokatölur 2-1.

Mikael og Midtjylland eru á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot á dönsku meistaranna í FCK.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.