Fótbolti

Mikael kom Mid­tjylland á bragðið í endur­komu­sigri | Með fjögurra stiga for­skot á FCK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikael fagnar marki fyrr á leiktíðinni.
Mikael fagnar marki fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Mikael Anderson heldur áfram að gera það gott í Danmörku en hann skoraði eitt marka Midtjylland í 2-1 sigri á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrri hálfleikur var leiðinlegur en Randers komst yfir á 54. mínútu eftir darraðadans eftir hornspyrnu.

Sú forysta stóð ekki lengi yfir því fjórum mínútum síðar jafnaði Mikael metin eftir fyrirgjöf Awer Mabil.Sigurmarkið skoraði svo Jens-Lys Cajuste en skot hans fór af varnarmanni Randers og í netið. Lokatölur 2-1.

Mikael og Midtjylland eru á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot á dönsku meistaranna í FCK.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.