Innlent

Vilja ekki nagladekk

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Röðin var löng í dekkjaskipti á Akureyri í gær.
Röðin var löng í dekkjaskipti á Akureyri í gær. Fréttablaðið/Auðunn
„Auðvitað togast þetta alltaf á, það er öryggismál og umhverfismál,“ segir Guðríður Erla Friðriksdóttir, sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar. Tilkynning birtist á vef bæjarins á föstudag þar sem Akureyringar eru hvattir til þess að draga úr notkun nagladekkja í bænum.Í tilkynningunni kemur fram að síðastliðin fimm ár hafi að meðaltali 74 prósent bifreiðaeigenda á Akureyri ekið um á nagladekkjum. Nagladekk auka svifryksmengun, valda hávaða og slíta malbiki hraðar en önnur dekk.„Við erum einnig að hvetja fólk til þess að vera á nöglum eins stutt og mögulegt er,“ segir Guðríður. „Fólk upplifir sig auðvitað í mörgum tilfellum öruggara á negldum dekkjum og við höfum skilning á því en þeir sem eru kannski ekki að ferðast á milli landshluta heldur keyra meira innanbæjar geta þá frekar verið naglalausir.“Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að erfitt gæti reynst að vera á naglalausum dekkjum á Akureyri og þá sér í lagi að erfitt gæti reynst að aka upp Gilið. „Það koma auðvitað dagar þar sem það er fljúgandi hálka en þá gerum við ráðstafanir til að draga úr hálkunni, til dæmis með því að sanda,“ segir Guðríður.„Ég held að fólk sé allt af vilja gert til þess að hjálpa okkur við þetta og vernda umhverfið en auðvitað skilur maður líka að fólk sé að hugsa um öryggi sitt og annarra vegfarenda,“ segir hún.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.