Erlent

Jóskur viti fluttur innar í landið

Atli Ísleifsson skrifar
Sjálfur Rubjerg Knude vitinn var tekinn úr notkun árið 1968. Hann er 23 metra hár og um 700 tonn að þyngd.
Sjálfur Rubjerg Knude vitinn var tekinn úr notkun árið 1968. Hann er 23 metra hár og um 700 tonn að þyngd. Getty
Uppfært 12:50: Flutningnum er lokið. Tók hann um 4,5 klukkustund.Framkvæmdir við að flytja hinn þekkta Rubjerg Knude vita á Jótlandi innar í landið hófust í morgun. Með flutningnum er ætlað að vernda vitann frá hruni vegna ágangs sjávar.

Rubjerg Knude hefur verið eitt helsta kennileitið á norðausturströnd Jótlands í rúm 120 ár. Hann er staðsettur á miðri sandströnd og hefur verið á talsverðri hreyfingu þar sem hafið hefur gleypt í sig sífellt stærri hluta af ströndinni og þannig nálgast vitann.

Danskir fjölmiðlar eru með beina útsendingu frá flutningnum sem áætlað er að standi í um tíu klukkustundir. Ef ekki hefði orðið af flutningnum hefði mátt búast við að vitinn hefði hrunið innan fárra ára. Stendur til að flytja hann sjötíu metra innar í landið.

Að neðan má sjá myndband af flutningnum.

Mörg þúsund manns hafa lagt leið sína út á ströndina til að fylgjast með flutningnum.

Danski umhverfismálaráðherrann Lea Wermelin segir Rybjerg Knude vitann vera þjóðartákn og vonast til að flutningurinn muni ganga áfallalaust fyrir sig. Það sé þó ekki sjálfsagt að flutningur sem þessi takist.

Sjálfur vitinn var tekinn úr notkun árið 1968. Hann er 23 metra hár og um 700 tonn að þyngd. 

Um 250 þúsund manns leggja á hverju ári leið sína að vitanum og er hann því einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Norður-Jótlandi.

Fréttin hefur verið uppfærð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.