Sport

Peterson: Ég þurfti að berjast við tárin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Peterson þakkar Kirk Cousins, leikstjórnanda Vikings, fyrir leikinn.
Peterson þakkar Kirk Cousins, leikstjórnanda Vikings, fyrir leikinn. vísir/getty

Minnesota Vikings vann 19-9 sigur á Washington Redskins í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar. Leiksins verður helst minnst fyrir áfangann sem hlauparinn Adrian Peterson náði í leiknum.

Peterson komst þá upp í sjötta sæti á listanum yfir þá sem hafa hlaupið lengst í sögu deildarinnar. Hann lék lengstum á sínum ferli með Vikings en spilar nú með Redskins. Það var því vel við hæfi að hann skildi ná áfanganum gegn sínu gamla félagi.Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum - og úrslitin löngu ráðin - var ákveðið að hylla Peterson. Áhorfendur sungu allir í kór „AP“ til hlauparans sem gladdi þá í tíu ár á sínum tíma.Þessi gjörningur snerti við Peterson. „Ég þurfti að berjast við tárin ef ég á að vera heiðarlegur. Það er yndislegt að koma aftur hingað og sjá að fólkinu þykir enn vænt um mig,“ sagði Peterson sem á flest hlaupamet í sögu Vikings.

„Þetta var mjög furðulegur leikur og ég stóð sjálfan mig að því að syngja við „SKOL“ sönginn. Það kom bara náttúrulega. Sumir hlutir breytast greinilega aldrei.“

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.