Sport

Anníe Mist fer út fyrir þægindarammann og sendir út æfingarnar sínar á Youtube

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir.
Anníe Mist Þórisdóttir. Skjámynd/Youtube
CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir leyfir stuðningsfólki sínu og öðrum áhugasömum að vera með sér þegar hún tekst á við opna hluta heimsleikanna í CrossFit.Þriðji hluti CrossFit Open hefst í dag og þar verður hægt að sjá íslensku CrossFit Stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur reyna sig við nýju æfingarnar seinna í dag.Fyrir opna hlutann í ár þá tók okkar kona þá ákvörðun að senda út æfingarnar sínar á Youtube. Anníe Mist er að nálgast fjórtán þúsund áskrifendur á Youtube síðu sinni og það hafa margir nýtt sér þetta og séð hvernig ein sú besta allra tíma tekst á við verkefni hverrar viku.Anníe Mist er heldur ekki að fela neitt. Það skiptir nefnilega ekki máli þótt það gangi vel eða illa. Allir fá að sjá hvernig Anníe Mist Þórisdóttir gengur í fyrstu tilraun við viðkomandi æfingu. Hún tók það fram stax í upphafi að áhorfendur fái að sjá allt ferlið.Anníe Mist fór yfir þetta á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.

Anníe Mist Þórisdóttir er þegar búin að klára fyrsta og annan hlutann á CrossFit Open en það er ný æfingaröð kynnt í hverri viku. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af Youtube-síðu Anníe þar sem hún kynnir verkefnið og svo hvernig henni gekk í fyrstu tveimur hlutunum.Anníe Mist fékk góðan gest því Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var með henni í þessum æfingum. Þær enduðu síðan báðar meðal þeirra fimm efstu í þeim hluta.Eftir æfinguna þá fer Anníe Mist síðan yfir það sem hún gerði vel og það sem hún var ekki ánægð með. Hún hefur síðan áhorfendum góð ráð ætli þeir að reyna við æfinguna en það má búast við að margir sem eru í CrossFit út um allan heim nýt sér góð ráð frá þessum reynslubolta.

Kynning á framtakinu
Fyrsti hlutinn
Annar hlutinn

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.