Sport

Ameríski fótboltinn pakkaði hafnaboltanum saman á sunnudagskvöldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kansas City Chiefs og Green Bay Packers buðu upp á flottan leik.
Kansas City Chiefs og Green Bay Packers buðu upp á flottan leik. Getty/ David Eulitt

Það er tákn um breytta tíma í íþróttaáhuga Bandaríkjamanna að miklu fleiri sjónvarpsáhorfendur horfðu á NFL-deildina en „World Series“ á sunnudagskvöldið.

Lokaúrslitin í bandaríska hafnaboltanum standa yfir þessa dagana en Houston Astros og Washington Nationals eru að keppa um titilinn í svokölluðum „World Series“.

Liðin mættust í leik fimm á sunnudagskvöldið en staðan var 2-2 í einvíginu. Houston Astros hafði tapað tveimur fyrstu leikjunum en vann þarna sinn þriðja leik í röð og getur því tryggt sér titilinn í næsta leik.

Á sama tíma fór fram leikur Kansas City Chiefs og Green Bay Packers í áttundu umferð deildarkeppni NFL. Green Bay Packers vann leikinn 31-24 og var hann hin besta skemmtun.

Nú hafa áhorfstölur verið gerðar opinberar og þær eru sláandi eins og sjá má hér fyrir neðan.Í ljós kom að ameríski fótboltinn pakkaði hafnaboltanum saman á sunnudagskvöldið. 61 prósent fleiri horfðu á NFL-leikinn en lykilleik í jöfnu úrslitaeinvígi hafnaboltans.

Þetta eru langmestu yfirburðir NFL-leiks á móti leik í „World Series“ en gamla metið var 49 prósent frá 2014.

Hafnaboltinn hefur gengið illa að halda vinsældum sínum í baráttunni við NFL og NBA. Hafnaboltinn þarf ekki að keppa við körfuboltann og ameríska fótboltann yfir sumarið en NFL byrjar í septemberbyrjun og NBA-deildin er nú komin af stað.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.