Sport

Ameríski fótboltinn pakkaði hafnaboltanum saman á sunnudagskvöldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kansas City Chiefs og Green Bay Packers buðu upp á flottan leik.
Kansas City Chiefs og Green Bay Packers buðu upp á flottan leik. Getty/ David Eulitt
Það er tákn um breytta tíma í íþróttaáhuga Bandaríkjamanna að miklu fleiri sjónvarpsáhorfendur horfðu á NFL-deildina en „World Series“ á sunnudagskvöldið.

Lokaúrslitin í bandaríska hafnaboltanum standa yfir þessa dagana en Houston Astros og Washington Nationals eru að keppa um titilinn í svokölluðum „World Series“.

Liðin mættust í leik fimm á sunnudagskvöldið en staðan var 2-2 í einvíginu. Houston Astros hafði tapað tveimur fyrstu leikjunum en vann þarna sinn þriðja leik í röð og getur því tryggt sér titilinn í næsta leik.

Á sama tíma fór fram leikur Kansas City Chiefs og Green Bay Packers í áttundu umferð deildarkeppni NFL. Green Bay Packers vann leikinn 31-24 og var hann hin besta skemmtun.

Nú hafa áhorfstölur verið gerðar opinberar og þær eru sláandi eins og sjá má hér fyrir neðan.





Í ljós kom að ameríski fótboltinn pakkaði hafnaboltanum saman á sunnudagskvöldið. 61 prósent fleiri horfðu á NFL-leikinn en lykilleik í jöfnu úrslitaeinvígi hafnaboltans.

Þetta eru langmestu yfirburðir NFL-leiks á móti leik í „World Series“ en gamla metið var 49 prósent frá 2014.

Hafnaboltinn hefur gengið illa að halda vinsældum sínum í baráttunni við NFL og NBA. Hafnaboltinn þarf ekki að keppa við körfuboltann og ameríska fótboltann yfir sumarið en NFL byrjar í septemberbyrjun og NBA-deildin er nú komin af stað.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×